Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 58
Múlaþing
Standandanes blasir við ur Bjarnarey. Gullbjarnarhaugur og Fles yst. I forgrunni er Hofsskáli við
Norðurhöfn. Ljósm. H. G.
En um landið fyrir ofan kveðst hann ógjörla
vita, utan hann hyggi Torfuland vera út í gegn,
að óskertu Hofskirkju beitarítaki á hálfu
Standandanesi, eftir hennar máldaga.
Saltvíkur eru inn af Standandanesi að
austan og nesið allt samkvæmt þessu hluti
af Torfulandi. í seinni tíð hefur eitthvað
verið á reiki um innri mörk Torfulands, sem
samkvæmt vitnisburðinum frá 1663 er um
Kattarvíkurá, en ef marka má örnefnaskrá
Fagradals, svör við spumingum, em þau
aðeins sögð ná vestur í Torfu.45 I
byggingarbréfi Bjama Eiríkssonar á Torfu-
landi til handa Högna Þorleifssyni
1653-1654 „má hann þar að frjálsu hafa tvö
skip, item veru og höndlan í skálunum
báðum, ,..“46 Eftir húsaskoðuninni 1662 að
dæma virðist óverulegur hluti húsa í
þyrpingunni, miðað við umfang rústa, enn
undir þaki. Er þar helst nefnt fyrir utan
rekaspýtur:
í fyrstu skáli, þriggja faðma langur og faðms
breiður með duglegum grenivið. Eldhús, 2
faðmar, reft um einn ás 7 álna langan. Eitt lítið
bakkom 3 álna langt, en annað sýnist þar til
lítils gagns, ræfumaust tæpir 4 faðmar, þar í
þvertré 5 álnir, en 3 ásar minni, ... 2 hjallar,
annar með 4 stólpum mjög fánýtum og 2 ásum
6 álna löngum, óduglegum að mestu, hitt allt
sprekað og ónýtt. Annar með 6 stólpum, lítið
betri en hinir, ...
45
46
56
Fagridalur. Svör við spumingum, s. 3. Ömefnasafn SÁM.
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar. Bréf 1663-1664. Byggingarbréf Bjama Eiríkssonar á Torfu landi Áskirkju eign, Högna
Þorleifssyni útgefið. Skrifað að Skriðu 2. júní 1653. Lbs. 1084, 4t0, s. 209-211.