Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 59
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Bjarnarey iflugsýn. Suðurhöfn nœst fyrir miðju. Gullborg með vita. Ljósm. H. G.
Svo virðist sem umsvifum á Torfu ljúki
með Högna Þorleifssyni eða litlu síðar, því
að þessa útvers sést ekki getið upp frá því í
tiltækum heimildum.
Rúst á Standandanesi
Austanvert Standandanes greinist í
Suðurnes og Norðumes hvort sínum megin
við Nýrnaskriður, en vestan á nesinu heita
Þembubjörg og Selhjalli. Liggur Norðurnes
við nestána milli Selvogs að innan og
Sauðvogs en út frá þeim síðarnefnda skerst
til vesturs Flesjarvogur og skilur hann á
milli Flesjar og Gullbjamarhaugs. Uppi á
nestanganum milli þessara voga, þó nær
Selvogi, em óskráðar tóftir, sem gætu verið
eftir selstöðu frá Bjamarey, sem um getur í
heimildum frá 18. öld.47 í ágætri frásögn
Sigurjóns Bjamasonar og Páls Pálssonar af
ferð um þessar slóðir 1995 segir m.a. þar
sem þeir eru staddir á Norðumesi:
Utan í blásnum hól ekki langt frá sjó fundum
við gróna rúst sem Páli sýndist frekar vera
leifar af seli en verbúð. Kemur það heim við
Ferðabók Ólavíusar, þar sem segir að
Bjamarey hafi átt selstöðu uppi á landi fyrr á
tíð á meðan eyjan taldist sérstök bújörð. Þarna
sést nú engin nýtileg lending, svo að óhætt er
að útiloka verbúðarmöguleikann.
Ömefnin Selvogur og Sauðvogur falla vel
að þessari skoðun, þótt hitt sé ekki útilokað
að þama hafi verið skýli til annarra nota.48
Bjarnarey
Bjarnarey á Héraðsílóa var um aldir
mikilvæg verstöð þangað sem sjávar-
47 Pétur Þorsteinsson í athugasemdum við Lýsingu á norðurhluta Múlasýslu 1745 eftir Þorstein Sigurðsson. Þýðing Indriða
Gíslasonar. Fylgirit Múlaþings 2001, s. 8 (neðanmáls). - Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 113.
^ Sigurjón Bjamason. Hrikaslóð á heillandi strönd. Glettingur 12, 1996, s. 27.
57