Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 61
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Sveinshús, byggt um 1915 á rústum Björnsbœjar.
Ljósm. H. G.
sem ráða má af því að þar kvað aflast 25-30
hákarlar á bát á vorvertíð með hinum lélegu
austfirzku veiðarfærum. Sama máli gegnir um
Rifið út af Múlahöfn.49
Sökum nálægðar Bjamareyjar við Múla-
höfn og Geldingsnes hafa eflaust verið
gagnvirk tengsl á milli þessara verstöðva,
sem gáfu nr.a. kost á lendingu hvert með
sínum hætti í vályndum veðrum. Bátar
notaðir til hákarlaveiða eystra vom sjaldan
stærri en ijögurra manna för, þótt
sexæringar fyrirfyndust einnig.
Guðmundur Jónsson frá Húsey, sem
gjörkunnugur var á þessum slóðum og bjó í
Fagradal tvö síðustu árin áður en hann flutti
til Vesturheims 1903 tjallar um sjósókn,
m.a. frá Bjarnarey, í endurminningum
sínum.50
Jón Andrésson stendur við byggingu fóðurafa síns.
Eyjan er vel löguð fyrir verstöð, liggur fyrir
opnu hafi, og fiskur gengur þar oft upp í
landsteinana. Lendingar eru þar þrjár, hver á
sinni hlið eyjarinnar, og verða aldrei allar
ófærar í einu, því að ætíð má leita vars í vari.
Æðarvarp hefur verið þar talsvert, þegar um
það hefur verið hirt, en eyjan er mesta
ræningjabæli, ef þar er mannlaust. Þar var að
jafnaði margt af útlendum fiskimönnum á
sveimi, sem gerðu þar tíðum strandhögg, ef
engir voru til vamar.
Guðmundur getur jafnframt um útræði frá
Fagradal, sem sótt hafí verið af mönnum úr
Jökulsárhlíð „sem vildu stunda sjó síðari
árin“, væntanlega á síðasta tjórðungi 19.
aldar. Minnist hann í því samhengi Runólfs
Ögmundssonar bónda í Fagradal (um
1790-1870) sem sagður var karlmenni og
mesti sjógarpur. Runólfur reri í hákarl frá
49 Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 155.
5() Guðmundur Jónsson írá Húsey. Að Vestan IV. Sagnaþættir og sögur II. Akureyri 1955, s. 130-132.
59