Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 62
Múlaþing
Undirstöður gamla vitans í Bjarnarey frá 1917. Ljósm. H. G.
Bjarnarey síðara hluta vetrar og hafði þar
hlut í selveiði og æðarvarpi með Hofspresti,
en kirkjan átti bæði Fagradal og eyjuna. Af
Runólfi eru margar sögur í þjóðsagnasafni
Sigfúsar.51
En víkjum nú nánar að Bjamarey og
minjum um bústang þar. Elstu heimildir urn
eyna eru í Vilkinsmáldaga eftir afriti um
Hofskirkju frá árinu 1448. Þar stendur:
„Hún [Hofskirkja] á Bjamarey alla og alla
reka inn frá í milli Berglangar og
Valdavíkurlækjar og selveiðar allar í
nefndum takmörkum, hálft Standandanes til
beitar.“52 Var eyjan kirkjueign til ársins
1913 að Sveinn Jónsson keypti hana.
Líklega hefur Bjamarey verið byggð öðru
hvoru snemma á öldum en þó er það
óstaðfest. Jón Guðmundsson lærði dvaldi
þar um skeið á 4. áratug 17. aldar með konu
sinni Sigríði Þorleifsdóttur í eins konar
útlegð. Hermt er í sóknarlýsingu að hann
hafí klappað ártalið 1632-163553 á klöpp
þar í eynni.54 Þar var hann í skjóli Bjama
Oddssonar sýslumanns á Bustarfelli og Jóns
Ögmundssonar prests á Hofi, en fullvíst er
talið að einnig Ólafur Einarsson prestur á
Kirkjubæ og Hrafn Jónsson bóndi og
lögréttumaður á Ketilsstöðum í Hlíð hafi
veitt Jóni aðstoð þessi útlegðarár.55
Arið 1681 bjó í Bjamarey maður að
nafni Jón Hallvarðsson og þegar fyrsta
manntalið var tekið 1703 bjuggu þar tvær
fjölskyldur, alls 10 manns, og hélst eyjan í
ábúð til ársins 1716. íveruhús frá þessum
51 Sigfus Sigfússon. íslenskarþjóðsögur og sagnir XI. Reykjavík 1993, s. 404 (tilvísanir).
52 íslenzkt fombréfasafn IV. Kaupmannahöfn 1897, s. 215.
55 Guðmundur Jónsson frá Húsey segir í cndunninningum sínum: „Höfðu menn það til sannindamerkis um dvöl Jóns í eyjunni,
að þar væri steinn, sem hann hefði höggvið á og engir gætu lesið. Eg átti tal við menn, sem höfðu séð steininn, en þegar eg kom
í eyjuna, var hann brotinn og týndur. Ásbjörn Jósefsson, sem bjó þar um eitt skeið, hafði klofið hann og notað hann í
vegghleðslu á kofa sínum.“
Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík 2000, s. 43.
^ Benedikt Gíslason frá Hofteigi. íslenzki bóndinn. Reykjavík 1950, s. 151-153.
60