Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 64
Múlaþing
Verskálarústir í Eiðaveri við Selfljót, etv frá tímum Margrétar ríku á 16. öld. Ljósm. H. G.
hans og síðan afkomenda hans til þessa
dags. Með því varð talsverð breyting á
nýtingu hennar, þar sem menn fyrst og
fremst hlúðu að æðarvarpi sem var vaktað
hvert vor frá Fagradal, enda óx afrakstur í
formi dúntekju stórum og voru þar um 3000
kolluhreiður þegar best lét.59 Einnig voru
þar hafðar nokkrar kindur fram um miðja
síðustu öld. Sveinn byggði um 1915 lítið
hús í eynni í einni tóftinni af Bjömsbæ.
Stendur það enn og hefur ótvírætt varð-
veislugildi. I grenndinni er nýlegur timbur-
skáli sem eigendur hafa reist. Stórfelld
aukning varð á lundabyggð í Bjarnarey eftir
því sem leið á 20. öld og hefur fuglinn
grafið þar út sjávarbakka og tóftir.
Viti var reistur á Gullborg árið 1917,
endurbyggður 1946, og þar er nú sjálfvirk
veðurathuganastöð sem minnt er á daglega
í veðurfréttum.
Haustið 2007 efndi greinarhöfundur til
ferðar í Bjarnarey til að fá skráðar þar
fomminjar. Vom í þeirri fór Guðný Zoéga
fomleifafræðingur hjá Byggðasafni Skag-
firðinga og systir hennar Bryndís Zoéga
landfræðingur. Til leiðsagnar í eynni var
með okkur Jón Andrésson, dóttursonur
Sveins Jónssonar, en frændur hans
bræðumir Ámi og Kristján Magnússynir
sáu um að flytja okkur í eyna frá
Vopnafirði. Afrakstur þessarar ferðar er
meðfylgjandi uppdráttur, sem sýnir í senn
þær fomminjar sem skráðar vom og helstu
þekkt ömefni í Bjamarey.60
59 Oddný Sveinsdóttir Wiiurn. Bjamarcy á Vopnafirði. Hlin 32 1950, s. 114-119. - Sami hðf. í Bjamarey. Hlín 40 1958, s.
141-143.
60 Guðný Zoega. Minjar í landi Ketilsstaða í Hlíð, Fagradals i Vopnajirði og Bjarnarey. Byggðasafn Skagfirðinga.
Rannsóknaskýrslur 2007/70.
62
J