Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 66
Múlaþing
Lagvaður til hákarlaveiða frá ofanverðri 18. öld.
Myndin erfengin úr bókinni Islenzkir sjávarhættir
3. s. 329.
Asmundur Helgason frá Bjargi. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
hugmynd um að hún hafi verið töluverð. Á
18. öld byrjuðu fískveiðar við Austurland
sjaldnast fyrr en á fardag, 3. júní, og stóðu
stundum allt til jóla, en hákarlaveiðar
hófust þó líklega fyrr. Veiðum var hins
vegar lítið sinnt um sláttinn (júlí-
september) nema sérstaklega stæði á.62 Um
umfang veiðanna gefa sjóslys nokkra
hugmynd. í Fitjaannál segir t.d. að 30 skip
hafi farist eystra 1671.63
Á árabátatímanum voru aflabrögð afar
misjöfn milli vertíða og á lengri skeiðum.
Olavius dregur upp skýra mynd af þessu
eftir ferð sína 1776:
Mjög var látið af aflabrögðum á Héraði á
árunum 1740-45. A þeim árum var hluturinn
á vertíðinni frá septemberlokum til jóla
500-600 af feitum fiski, ýsu og skötu, en
síðan hefur afli farið minnkandi.
Flann greinir frá langvarandi aflabresti á
þessum slóðum um og eftir miðja 18. öld,
jafnvel samfellt í aldarljórðung:
Við Bjarnarey ber mönnum að mestu saman
við þetta um aflabrögðin, eða að þar hafi aflazt
illa í 25 ár, nema í júlí- og ágústmánuðum.
Engu að síður hafa þó Héraðsbúar þar til fyrir
14 árum haft samtök um að gera út 8 báta bæði
vor og sumar, ýmist í Bjamarey, Múlahöfn eða
Landsendunum. Öfluðu þeir með þessum
hætti að mestu til heimilisþarfa. En eftir að
bátur með nokkrum mönnum fórst við
Músasund eða annan Landsendann, misstu
nærri því allir Héraðsbúar kjarkinn til að
stunda þessa útgerð, að því er sagt er.64
62
63
64
64
Páll Vídalín. Deo, regi, patriœ, 151-152. Tilvitnun hjá Lúðvíki Kristjánssyni. íslenzkir sjávarhættir 2. Reykjavík 1982, s. 376.
Helgi Þorláksson. Sjávarbúskapur. Saga Islands VII. Reykjavík 2004, s. 28.
Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 153.