Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 68
Múlaþing
Verskáli í Seley (1:100). Samkvœmt lýsingu Friðriks Steinssonar, Eskifirði; Asmundur Helgason: A sjó og
landi, s. 196. Myndin fengin úr bókinni Islenzkir sjávarhœttir 2, s. 438.
við það sem lesa má úr rústum í útverunum
við Héraðsflóa, en þar þurfa auðvitað að
koma til fomleifarannsóknir.
Fróðlegar em einnig lýsingar Lúðvíks á
niðurröðun manna, aðbúnaði og skyldum í
verskálum. Tiltekt og niðurröðun manna í
verskálum við upphaf vertíðar voru nefnd
búðun eða að búða sig. Þeir sem saman
lágu í bálkum vom rúmlagsmenn, lagsmenn
eða lagsar. í Seley var rist torf í bálkana og
látin sina ofan á. Flestir höfðu brekán sem
yfirbreiðslu og þá stundum tvö, eða þá
fiðursængur. Igangsföt voru sett undir
kodda sem hver hafði meðferðis. Mötu-
skrínur voru í bálkinum og einstaka maður
hafði með sér skrifpúlt og þá upp við vegg
fyrir miðjum bálki. Stundum vom hillur á
vegg og í þeim geymdir smáhlutir. Skinn-
klæði, þurr eða blaut, héngu á stoðum milli
bálkanna. Rúmlagsmenn sáu um að sækja
vatn, hita kaffi og sópa búðina, einn dag í
senn. Einnig bar vermönnum að afla eldi-
viðar, sjá um matseld og annast blöndu-
kútinn sem hafði að geyma drykk fyrir
sjóferðina. Kjásarhald eða kerald hét kima
úr tré allt að 20 potta með trégjörð og var
hún næturgagn allra og stóð á miðju gólfl
yfír nóttina. Var kjásarhaldið tæmt og þrifíð
daglega.
í bók sinni Firðir og fólk 900-1900
greinir höfundurinn Kjartan Ólafsson frá
verbúðum á Vestfjörðum um aldamótin
1900, m.a. í stærstu verstöðinni Fjallaskaga
eða Skaga við norðanverðan Dýrafjörð.70
Stærð minni verbúðanna þar var svipuð og
í Seley eða um 11 fermetrar en nokkrar
stærri og rúmuðu sumar tvær skipshafnir.
70 Kjartan Ólafsson. Firðir ogfólk 900-1900. Árbók Ferðafélags íslands 1999, s. 262-264.
66