Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 71
Erla Ingimundardóttir
Kvenfélagið Vaka á
Djúpavogi 80 ára
sa*. **!
ær voru stórhuga konurnar sextán
sem hittust sunnudaginn 9. desember
1928 í eldhúsinu hjá Marsilínu
Pálsdóttur í Rjóðri á Djúpavogi. Þær voru
þar saman komnar til að stofna kvenfélag.
Það hlaut nafnið Vaka.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu eftir-
taldar konur: Formaður: Marsilína Páls-
dóttir, gjaldkeri: Kristbjörg Sveinsdóttir,
ritari: Rósa Eiríksdóttir, varaformaður:
Sigríður Flansdóttir, varagjaldkeri: Berta
Fljæmgaard, vararitari: Þórunn Ingvars-
dóttir.
Þegar maður les fyrstu fundargerð þessa
nýstofnaða félags er það með ólíkindum
hvað þessar konur voru duglegar og hvað
þær sáu langt fram á veginn. Það sýna
hugmyndirnar sem þær komu með á
stofnfundinum.
Allar miðuðu þær að því að betrumbæta
umhverfið, stuðla að menntun, menningu
og þroska, hlynna að framforum og hjálpa
þeim sem erfitt áttu.
Þetta kemur glöggt fram í 2. grein í
reglugerð félagsins þar sem segir að
tilgangur þess sé: 1. Að efla samvinnu og
þroska meðlimanna. 2. Að líkna bág-
stöddum og hlynna eftir megni að fram-
förum á félagssvœðinu, Djúpavogi og
Hálsþinghá.
Fundir í Vöku vom einu sinni í mánuði
og þegar gluggað er í fyrstu fundargerðir
félagsins kemur í Ijós að þegar á öðrum
fundi sem haldinn er 23. janúar 1929 hefur
félaginu borist bréf frá Sigrúnu P. Blöndal
þar sem hún fer fram á það að kvenfélagið
Vaka gangi í Samband austfiskra kvenna.
Þarna hafa konurnar engin tök á að ganga í
sambandið, eiga tæplega fyrir árgjaldinu
sem þarf að greiða. Á fímmta fundi í apríl
sama ár er aftur komið bréf frá Sigrúnu þar
sem hún er enn að óska eftir að félagið
gangi í sambandið. Einnig fer hún firam á að
það leggi fram 300 krónur til húsmæðra-
skólans sem verið var að byggja á
Hallormsstað. Er nú þama farið fram á ansi
mikið hjá þessu litla félagi sem var
nýstofnað og var að sjálfsögðu alveg
Ijái-vana en árgjaldið var þá 2 krónur. Engu
að síður gefur félagið 75 krónur til
húsmæðraskólans veturinn eftir.
Sigrún P. Blöndal er svo að ámálga aðild
að sambandinu næstu árin. Það er þó ekki
fyrr en í maí 1934 að félagskonur ákveða að
ganga í SAK og sumarið 1935 fer í fyrsta
skipti fulltrúi frá Vöku á SAK fund og var
það formaðurinn Marsilína Pálsdóttir sem
var kosin til þess.
Þó ræktun og fegrun umhverfis sé
hvergi nefnd í lögum félagsins kom strax
69