Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 74
Múlaþing
Gamli skóli, tvílyfta húið til hœgri á myndinni. Myndin er tekin frá Sólhólsklettum. Eigandi myndar:
Djúpavogshreppur.
Á ballinu spiluðu þeir Addi á Hótelinu
(Arnór Karlsson Geysi), en það hús gekk
alltaf undir nafninu Hótelið, því að þar
hafði verið rekið hótel um tíma, fyrst eftir
að húsið var byggt og Bjöm Erlendsson í
Borgargerði. Hlutaveltur var fljótlega farið
að halda og vom þær alltaf annað slagið
fram yfir 1980
Þegar konurnar vom með leiksýningar
voru alltaf böll á eftir og þá seldar veitingar.
í kringum þessar skemmtanir var gífurleg
vinna. Það þurfti að fá allt leirtau lánað í
heimahúsum. Bara það að ganga í hús og
biðja um að lána bolla tók gífurlegan tíma,
því yfirleitt áttu konur ekki fleiri en íjóra til
sex bolla og auðvitað þurfti líka að fá
sykurkör og rjómakönnur, diska, teskeiðar,
dúka og bara allt sem þurfti að nota. Vatnið
í kaffið og kakóið, sem alltaf var boðið upp
á líka, var hitað á olíuvélum og svo
auðvitað vatnið í uppvaskið.
Allt vatn þurfti að bera inn og skólpið
út, því að engin vatnslögn eða frárennsli var
í gamla bamaskólanum en þar vom veiting-
arnar seldar.
Fólk lét sig ekki muna um að ganga upp
í skóla úr gamla Neista, samkomuhúsinu, til
að kaupa sér kaffi, en engin aðstaða var í
Neista til að hafa þar veitingar.
Eftir skemmtunina tók við sama labbið
um þorpið með leirtauið og það sem hafði
verið fengið lánað en nú til að skila. Ekki
létu konumar þessa vinnu aftra sér frá því
að hafa kaffisölu þegar á þurfti að halda.
I fundargerð frá árinu 1947 segir, að
félagið hafi verið beðið um peninga til að
koma rafmagni í kirkjuna: „ Var þá
samþykkt að hafa bara eitt veitingaball til
Ijósadýrðar kirkjunni. “
Það er svo 1986 sem kvenfélagskonur
standa fyrir því að keyptir eru bollar,
sykurkör og rjómakönnur. Fóm þær fram á
það við hin félögin á staðnum að þau yrðu
með í kaupunum. Þau félög sem tóku þátt
voru: Lionsklúbbur Djúpavogs, Slysavama-
félag Djúpavogs, Verkalýðsfélag Djúpa-
72