Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 76
Múlaþing
A 400 ára verslunarafmœli Djúpavogs sáu kvenfélagskonur um kaffiveitingar og bökuðu þá þessa stóru
tertu. A myndinni má þekkja Eystein Jónsson frá Hrauni á Djúpavogi, fyrrverandi ráðherra og Sólveigu
Eyjólfsdóttur konu hans. Eigandi myndar: Bryndís Jóhannsdóttir.
lagði það peninga í stólana. Hökull var
keyptur og gefinn fyrir ekki mjög mörgum
árum, einnig lektari. (Lektari er standur
fyrir bók eða blöð, þegar prestur þarf að
leggja frá sér bókina t.d. við moldun.)
Kælitæki í líkgeymsluna (sem er í
kirkjunni) keypti kvenfélagið og lét setja
upp, einnig hljóðkerfi. Það sem nú er verið
að vinna að, er að kaupa nýja skál í
skímarfontinn. Af þessari uppalningu má
sjá að þama liggur mikil vinna við fjáröflun
að baki.
Heilsugægslustöðin hefur líka notið
velvildar félagsins. Fyrstu sjúkrakörfuna
sem kom hingað á staðinn, keyptu kven-
félagskonumar árið 1947 og kostaði hún þá
1 þúsund krónur. Arið 1971 kaupa þær svo
aðra körfu og kostaði hún 17 þúsund
krónur. Þá hefur Dvalarheimilið Helgafell
fengið ýmsar góðar gjafir frá félaginu
Fljótlega eftir stofnun félagsins eða
1929 fara konumar að tala um að gera
eitthvað fyrir bömin hér á staðnum, svo að
þau eyddu ekki eins miklum tíma á
götunum, sérstaklega á veturna þegar
ekkert er við að vera og væm þau þá oft í
félagsskap sem þau ættu að forðast.
Það varð svo úr að þær stofnuðu
bamastúku 1930. Ekki er mér kunnugt um
hvað sá félagsskapur starfaði lengi en það
mun vera upp úr þessari stúku sem
Barnafélagið Vorstjarnan er stofnað. Það
munu hafa verið kennarar bamaskólans sem
unnu mest með börnunum í þeim
félagsskap. Bamafélagið Vorstjaman var til
fram yfir 1950.
Það hefúr verið föst regla síðan 1979 að
kvenfélagið hefur haldið bamaskemmtun á
sumardaginn fyrsta, að þremur árum
undanskyldum, og frá 1990 hefur verið
haldið Bingó þennan dag. Allur ágóði af því
74