Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 84
Múlaþing Sigurður Sigurðsson, afi höfundar. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. Þó komst hann að því, að þetta var handrit af Jökuldælu, sem nú er týnd. Lítið gat hann stautað sig fram úr þessu, en sagði svo frá heima, að hann ætlaði að búa sig betur út til lestrar næst, en er sú ferð var farin var handritið týnt og hefur ekki sést síðan. Faðir minn sagði mér þessa sögu og hafði hana eftir afa mínum. [Um Jökuldælu, sjá Múlaþing 33, 2006] Sigurður Jónsson var fæddur árið 1766 [1769 segir Á.H.\ og ólst upp hjá Bóelu ömmu sinni. Með henni bjó hann fyrst á Surtsstöðum; þar átti hann sitt fyrsta bam með Guðrúnu Rafnsdóttur frá Syðrivík [Vopnafirði]. Sigurður var snemma mikill ástmaður og hélt þeim góða eiginleika til hinstu stundar. Hann kvæntist síðan Kristínu Maríu Sigfúsdóttur prests að Asi í Fellum. Hún var mikilhæf kona, sem hún átti kyn til. Hann flutti síðan að Hóls- hjáleigu í Hjaltastaðaþinghá og þar andaðist kona hans. Sigurður og Kristín María eignuðust 10 böm sem upp komust [og elst þeirra varJón frœðimaður í Njarðvík]. Það var sagt að Sigurður sameinaði það tvennt, að vera bókelskur og búhöldur. Þorbjörg Steinsdóttir segir svo um afa sinn: „Þrátt fyrir mikla ómegð bjó afi minn sæmilegu búi, og ég hefi heyrt að þegar hann dó hafi hvert bam hans fengið 30 ríkisdali í arf.“ Hann var almennt talinn gáfaður, fróður vel og einstakur bókamaður. Þegar hann dó var bú hans virt á 460 ríkisdali og 41 skilding. Eftir dauða konu sinnar fluttist Sigurður til Njarðvíkur í Borgarfirði og bjó þar um skeið með ráðskonu. Þar átti hann bam með Helgu Halldórsdóttur frá Krossgerði. Hann kvæntist síðan á ný, Þorgerði Runólfsdóttur frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá. Þorgerður var þá 16 ára. Hún var einstök kona að atgerfí, fríð sýnum og gáfúð. Þau áttu 15 böm. Eftir kirkjubókum eru böm Sigurðar 27, en ég þykist hafa góðar heimildir fyrir því, að þau hafi verið 30. Styðst ég þar við sögn Þorbjargar móðursystur minnar og fleira gamals fólks, sem ólst upp í Njarðvík á þessum tíma. Barnadauði var mikill á þessum ámm, og þó öll kurl hafi komist til grafar, þá munu þau ekki öll hafa komist í kirkjubækur. Þetta skiftir raunar litlu máli, en mér finnst að karlinn megi halda sínu, frádráttarlaust. Ég hefi í framansögðu verið að kynna ætt Jóns Sigurðssonar, og komum við nú að honum sjálfum. Jón var af fyrra hjónabandi Sigurðar, og mun hafa átt flest sín ung- dómsár í Hólshjáleigu, enda getur hann þess í kvæðum sínum. Hann hefur að sjálfsögðu alist upp við hin vanalegu landbúnaðarstörf, ásamt því að grúska í bókum foður síns, og sjálfsagt hefur það verið honum hugleiknara. Jón tók við hálflendunni í Njarðvík eftir föður sinn og bjó þar alla æfi. Frásögn mín um Jón styðst að mestu við sögn Þorbjargar Steinsdóttur, 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.