Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 88
Múlaþing
Vegurinn i Njarðvíkurskriðum með Naddakross í forgrunni. Ljósmyndari Þorsteinn Jósepsson, mynd tekin
1948. Eigandi myndar: Reynir Björnsson.
að Jón hafi lánað séra Einari ættartölu-
handrit sín. Og eftir dauða Jóns hafí verið
gengið eftir þeim, en þau svör fengist, að
þau hafi farist í brunanum á Kirkjubæ
[1897].
Eftir líkum að dæma hallast ég að því,
að þetta sé rétt. Þó hygg ég að þetta hafi
ekki glatast. Mín skoðun er sú, að séra
Einar hafi verið búinn að afskrifa handrit
Jóns í sambandi við sínar rannsóknir, og
þetta allt hafí verið komið lil Jlannesar
Þorsteinssonar, þegar bruninn varð á
Kirkjubæ. En þeir höfðu mikil samskipti sín
á milli í þessum fræðum. Ekki eru heldur
neinar sagnir um það, að séra Einar hafi
misst nokkuð af þessu safni sínu í
brunanum. Aftur á móti getur það verið rétt,
að handrit Jóns hafí glatast þar, því að
óþarfi var að senda þau suður, þar sem búið
var að afrita þau.
Nú vill svo til að hægt er að sanna, að
Jón hefur skrifað ættartölur, þótt ég viti ekki
hvað mikið. Ég fann á Landsbókasafninu
ættartölur með hendi Jóns, að ég hygg, og
fram tekið að þær séu frá honum runnar.
Þær eru þessar: 1. Loftur ríki Guttormsson,
2. Eigendur og ábúendur í Njarðvík, byrjar
á Bimi skafín, 3. Ættartala Jóns sjálfs.
JJvaðan þetta er komið í fyrstu gat ég ekki
séð, en eigandi bókar þessarar, sem margt
annað er í, er kominn frá Hannesi Þorsteins-
syni ættfræðingi. Hér skal enginn dómur á