Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 91
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
Endurminningar ungdómsáranna.
Unaðsamleg æfin var
þá upp ég vaxa á Hóli náði,
í föðurhúsum fann ég þar
fríða skemmtun allstaðar,
í hóp systkina hót ei bar
á hugardeyfð að neinu ráði.
Unaðsamleg cefin var
þá upp ég vaxa á Hóli náði.
Þar œ lék ég frjáls ogfirí
firrtur allri sorg og mæði,
augað gladdi ætíð ný
útsjónfrið, éggleymi ei því,
hve unað stóruin oft var í
þá yjir leit ég fold í nœði.
Þar æ lék ég firjáls ogfirí
firrtur allri sorg og mœði.
Anœgðari vorum við
en virðar þeir er Mammon þéna,
hann sem engum gefur grið,
gagnar smátt, en deyfirfrið,
að ungmenna eðli og sið
við æfðum svona burði kléna.
Anægðari vorum við
en virðar þeir er Mammon þéna.
Fagra grundin firna slétt
fellur tíðum mér í huga,
þar sem forðum Jjarska létt
fékk ég hlaupið margan sprett
á fótum smáumfurðu nett,
fátt þá skemmtun mátti buga.
Fagra grundin firna slétt
fellur tiðum mér i huga.
Fljótið Lagarfiram hjá rann,
fyllti augað skemmtun nýrri,
sundfuglanna söngur vann
sannri gleði Jýlla mann
á sem horfði hópinn þann
og hve hann lék með fegurð dýrri.
Fljótið Lagar framhjá rann
og fyllti augað skemmtun nýrri.
Hauga-spildu hæðum á
húsin reistum furðu smáu
og þar nokkuð útífrá
undra hjarðir mátti sjá,
yfir þeim hópum inni ég frá
eigendurnir glaðir lágu.
Hauga-spildu hæðum á
húsin reistum fiurðu smáu.
Man ég Aurinn út frá bæ,
yndislega landið fríða,
því ei hrósað fullnóg fce,
erfelst í minni sí og æ,
hve ofurþýðan unaðsblœ
ég naut þar og skemmtan blíða.
Man égAurinn útfirá bæ,
yndislega landið fríða.
Man égyndið allra mest,
þá um vorgrímu náði vaka
og upp rann sunna úr œgi bezt,
allt fékk líf og varð mjög hresst,
fuglakvakið fjörgaðist,
mérfanst sú gleði yfirtaka.
Man égyndið allra mest,
þá um vogrímu náði vaka.
89