Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 95
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
En Hjörleifur sagði honum almúgasagnir
ýmsar og ættarsögur, og fræddi hann í
ættartölum, svo Jón varð einhver
ættfróðasti maður.“ Sigfús segir m.a. að
Hjörleifur hafí kunnað söguna af Snotru,
enda bjó hann síðast í Snotrunesi. Hefur Jón
líklega ritað söguna eftir honum.
I þjóðsagnasafninu Grímu, sem kom
fyrst út á árunum 1929-50 (2. útg., Grhna
hin nýja, 1979) er saga Jóns fróða um
Hamra-Settu (II, 349-366) tekin upp úr
Þjóðsögum Jóns Amasonar, með eftirmála
Margeirs Jónssonar fræðimanns í
Skagafírði, sem fer lofsamlegum orðum um
Jón: „Hann var fræðasafnari mikill og
fornmenjavinur, og skráði margar
þjóðsagnir. Hafði hann það orð á sér að vera
áreiðanlegur maður og vandaður í
hvívetna.“ Einnig er þar sagan af
Hjaltastaða-draugnum eftir handriti,
„líklega úr eigu Jóns Sigurðssonar úr
Njarðvík“ (IV, 203-206), en varla rituð af
honum. Fleiri þjóðsöguhandrit frá Jóni
fróða kunna enn að leynast í söfnum, m.a. í
Handritadeild Landsbókasafns.
Eftirfarandi þjóðsögur í safni Jóns
Amasonar hefur Jón í Njarðvík skráð. Þetta
em samtals 36 sögur, þar af 5 ævintýri.
Nokkrar þeirra þykja með bestu þjóðsögum
í safni Jóns, eins og t.d. sagan af Snotm.
Tvö fyrstu bindi Þjóðsagna Jóns Ámasonar
(I-II) komu út í Leipzig 1862-1864, en hin
(III-VI) komu ekki út fyrr en 1958-1961.
Jón í Njarðvík mun hafa ritað allar sögumar
fyrir 1862, en nafni hans aðeins tekið þær
sem honum fannst bestar í tvö fyrstu bindin.
Konuhvarf í Hnefilsdal (I. bindi, bls. 74-
75).
Ima álfastúlka (I, 96-97).
Snotra (I, 109-111).
Naddi (I, 134-135).
Um Kögur-Grím (I, 157-158).
Um reimleika í Njarðvík (I, 159).
Um Trölla-Láfa (I, 184-185).
Bóndinn á Grænmó (I, 223).
Möðrudals-Manga (I, 281-283).
Jón á Berunesi (I, 455-456).
Bakkastaður (II, 10-11).
Kórekur á Kóreksstöðum (11,88).
Böðvar í Böðvarsdal (11,88-89).
Hamra-Setta (II, 121-122.
Björn skafinn (II, 132-133).
Jón Guttormsson (II, 146-147).
(Nokkuð um merkidaga / Almennar kreddur
um veðráttufar (11,537-538).
Skessan í Mjóafirði (III, 223-225).
Guðmundur á Eyvindarmúla (III, 234-235).
Eyjan undan Héraðsfióa (III, 237).
Skessan í Náttfaravík (III, 237-238).
Mtið ber smátt smátt“ (III, 282-283).
Örnefni í Utmannasveit (IV, 110-111).
Örnefni í Njarðvík (IV, 111-112).
Sesseljuhamar (IV, 168).
Jón á Skálum og Langaneseyjar (IV, 170).
Björn á Burstarfelli og ættmenn hansjW,
179-184).
Niðjatal Þorvarðar Bjarnarsonar (IV, 185-
186).
Um Jón lærða og Jón litla-lærða (IV, 215-
216).
Narfi prestur Guðmundsson (IV, 216-218).
Sagan afTungla (V, 34-38).
AfHvekk og Bragðakarli (V, 109-112).
Af Þorsteini lúsastrák (V, 258-260).
Af karlinum sem gróf upp kerlinguna (V,
272-274).
Forvitnin er fæstum góð (V, 282-283).
93