Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 104
Múlaþing
Séð til Unaósbœjar. Knörinn til hægri (með skugga) og greina má Skipaklett við enda hans (1995).
brotthrakning Una. [...] Manna og bæja er
ekki getið í landnámi Una fyrr en á
Söguöld.“ Hér er réttilega bent á að saga
Una í Landnámu veki fleiri spumingar en
hún svarar.3
Ármann Halldórsson ritar (1988):
Annars virðist allt í lausu lofti um Landnám
Una danska. Hann byggir að vísu bæ á
Unaósi, en er fljótlega hrakinn þaðan, rýkur þá
í fjarlægt hérað og land hans hverfur í
óvissuna. Hann eignast son með dóttur
Leiðólfs sterka í Skógahverfí, og Leiðólfúr
drepur Una, og eins fellur sonurinn löngu
síðar í vígaferlum. Uni kemur eins og
halastjama á Hérað, og litlar líkur til að Una-
ömefni þar eigi til hans rætur að rekja.
„Landnám“ Una virðist marklítið upprok, og
hina raunverulegu landnámsgreinargerð
vantar um spilduna frá Eyvindará til sævar.4
Unaós og örnefni þar
Unaós er vel þekktur bær á Héraði, kallaður
Ós í daglegu tali, og stendur um 3 km innan
við árósinn, sem nú er nefndur Selfljótsós,
við lón sem kallað er Osar á kortum. Lónið
er gmnnt en þar gætir sjávarfalla svo það er
vel fært bátum á flóði.
Á Landnámsöld hefur strönd Héraðsflóa
verið nokkmm km innar en nú og gæti
Selfljótsós, (sem þá var líklega nefndur
Unaós) því vel hafa verið neðan við bæinn
eða jafnvel innar. Á þeim slóðum er stakur
klettur, yst í röð þeirra miklu bjarga, sem
liggja inn að bænum Hrafnabjörgum.
Klettur þessi heitir Knör, e.t.v. vegna
líkingar við skipsstefni, og rennur Knarará
um gil milli hans og aðalbjarganna. Neðan
undir Kneri er Skipaklettur eða Festar-
klettur, ofan við Osnes, sem þjóðvegur
liggur um. Þessi ömefni segja einhverja
sögu um siglingar í Selfljót. Til em sagnir
um að skipum haft verið siglt upp fljótið, að
tanga milli Gagnstöðvar og Klúku, þar sem
heitir Arnarbœli, og að þar hafi verið
102