Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 105
Unamál
Gamla húsið á Unaósi. Þetta hús var upphaflega byggt á Borgarfirði eystra um 1906, þaðan varþað flutt
á Krosshöfða um 1920. Rifið og byggt aftur upp á Unaósi um 1930.
kaupstaður með þessu nafni. Þar eru nokkur
garðlög og tættur sem hafa ekki verið
kannaðar að gagni.5
Auk fyrrnefndrar heimildar í Landnámu
er þess getið í Brandkrossa þætti og
Fljótsdæla sögu að siglt var í Unaós og að
skip hafi legið þar. Hins vegar er bærinn í
þessum fornsögum aðeins nefndur Os
(Óss); svo er einnig í manntalinu 1703, í
sóknarlýsingu 1840, og í jarðabókum og
fasteignabókum fram til 1940.6 Sigurður
Gunnarsson (1886) ritar: „En Ós heitir nú
bærinn austan við fljótið, litlu utar en
Knörinn, þar sem mælt er að Uni hafí byggt
fyrst.“7 „Unaós virðist hafa verið spari-
nafn“, segir Ármann Halldórsson (1975),
sbr. ömefnin Ósfjöll og Oshöfn, sem kennd
eru við bæinn. Bærinn virðist því hafa
fengið nafn af sögunni, etv. ekki fyrr en á
20. öld. Þórhallur Vilmundarson kom með
þá athyglisverðu tilgátu að Selfljót hefði í
fymdinni heitið Una eða Uni, og þá þarf
nafnið Unaós ekki skýringa við.
Viðurnefni Una og sonar hans
í sumum gerðum Landnámu er Uni
Garðarsson nefndur Uni danski. Nafngiftin
styðst við þá umsögn Hauksbókar að faðir
hans „átti jarðir í Sjólandi, en var fæddur í
Svíaríki“. Þar stendur ennfremur að hann
hafi verið á leið til Suðureyja að heimta
föðurarf konu sinnar, er hann hrakti til
Islands, en Sturlubók segir hann vera
sænskan að ætt og hafa farið „að leita
Snælands að tilvísan móður sinnar,
framsýnnar.“ Hvergi er sagt hvar Garðar
bjó.
í Njálu er Uni nefndur „Uni enn
óbornif og svo mun einnig vera í sumum
gerðum Landnámu. Viðurnefnið ,óbomi‘
kemur fyrir á einum (öðrum) stað í
Landnámu, í ættartölu frá Birni bunu hersi í
Noregi. Fræðimenn em á einu máli um að
þar merki það ,óskilgetinn‘, og hlýtur þá
sama að gilda um viðurnefni Una.viii
(Skilgetin börn vom borin til föður síns
stuttu eftir fæðingu.) Höfundar Landnámu
velkjast þó ekki í vafa um faðernið.
103