Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 106
Múlaþing
Unalækur hlykkjast við tún í Gilsárteigi (2002).
Hróar Unason varð kappi mikill eins og
Leiðólfur afi hans. Hann fékk viðumefnið
Tungugoði og kvæntist Amgunni, systur
Gunnars á Hlíðarenda, og áttu þau tvö böm,
en önnur tvö átti Hróar með hjákonum.
„Hróarr bjó fyrst í Ásum [í Skaftártungu];
síðan tók hann Lómagnúpslönd af Eysteini,
syni Þorsteins tittlings og Auðar Eyvindar-
dóttur, systur þeirra Móðólfs og Branda“,
segir í Landnámu. Síðar segir að „Móðólfs-
synir vom að vígi Hróars“, liklega vegna
þessarar landtöku.9 Hróars er einnig getið í
Njálu og Reykdælasögu. Viðurnefnið mun
vera dregið af Skaftártungu.
Fljótsdæla saga getur einnig um Hróar
nokkum, er bjó að Hofi í sveitinni Tungu á
Héraði, og segir hann hafa fengið nafn af
sveitinni og sveitin af honum, en hún heitir
nú Hróarstunga, fullu nafni.10Þessi Hróar á
ekkert skylt við Hróar Unason í Landnámu
eða öðmm sögum, og er líklega tilbúningur
söguhöfundar, sem hefur heyrt Hróars
Tungugoða getið. Halldór Pétursson frá
Geirastöðum (1991) og Sigurður Sigur-
mundsson frá Hvítárholti (1994) álíta hins
vegar að Hróar á Hofi sé hinn eini rétti
Tungugoði.11 Vel má ætla að í hinni týndu
Hróars sögu Tungugoða, hafi verið meira
sagt af Una danska, og úr henni sé það
komið sem ritað er í Landnámu og jafnvel í
þjóðsögum síðari tíma.
Unalækir (Unulækir) tveir
Unalækir (Unulækir) eru tveir á Austur-
Héraði, annar er skammt fyrir utan Gilsár-
teig í Eiðaþinghá, og fellur í Gilsá, en hinn
er utan við Ketilsstaði á Völlum, rétt innan
við samnefnt nýbýli. Landnáma segir að
Brynjólfur gamli hafí „numið Völluna út til
Eyvindarár, og tók mikið af landnámi Una
Garðarssonar og byggði frændum sínum og
mágum“.12 Því fer ekki á milli mála, að átt
sé við Unalœk á Völlum í Landnámabók, og
hefur landnám Una þá náð yfir sveitimar
Hjaltastaða- og Eiðaþinghá, ásamt fjórum
jörðum á Austur-Völlum. Það hefur því
verið með stærstu landnámum, og svo er að
skilja að þá hafí Héraðið verið lítt eða ekki
numið.
104