Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 108
Múiaþing
Landnámskort af hlata Miðausturlands. Fengið úr
bókinni Landið og landnáma eftir Harald
Matthíasson.
stórkostlegar á túninu, sem honum eru
eignaðar. Hann nam land allt til Unalækjar,
sem enn er kallaður í Eiðamannaþinghá. Fyrir
innan bæinn á Unaósi er klettur, hár og mikill,
sem kallaður er Knör; þar segir að skipinu hafi
verið fest við í forntíð, meðan stórvötnin
Jökulsá á Brú og Lagarfljót féllu þar út, sem
enn sér merki til..[...]14
Hér telur Jón í Njarðvík að Unalækur í
Eiðaþinghá hafi markað landnámið. Jón var
alinn upp á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, og
hefur því eflaust heyrt sögnina þannig.
Ármann Halldórsson telur einnig líklegt að
þetta sé landamerkjalækur Una.15
Sigurður Gunnarsson (1886) segir að
Unalœkur á Völlum „er nú nefndur Unu-
lækur“, og „Unulækur heitir og í Eyða-
þinghá utarlega.“16 Nafn þess síðamefnda
er einnig ritað svo í ömefnaskrá Brenni-
staða. Þetta sýnir að framburður þessara
lækjanafna hefur verið á reiki, og Unulækur
gæti verið upprunalegra. í örnefnaskrá
Gilsárteigs er líka getið um Unavað á
Unalæk, og Unastein í grennd við lækinn.
Við Unalæk á Ketilsstöðum er Unastekkur
spölkom ofan þjóðvegar. Þessi heiti eru
eflaust degin af nöfnum lækjanna, enda
fylgja þeim engar skýringar eða sögur.
(Þriðji Unulœkur á Héraði er í landi
Torfastaða í Jökulsárhlíð, og Unugil og
Unumell við hann, en þeim tengjast heldur
engar sögur.)
Unaalda og Unaleið (Unaleiði)
Frásögn Sigfúsar heldur áfram á þessa leið:
Bændur eltu nú Una; komust þeir að þvi
hverja leið hann fór, og náðu honum að sögn
sumra manna á melöldu einni á ijallsbrúninni.
Segja svo sumir að þeir dræpu hann þar, en
aðrir segja svo, að þar yrði bardagi, og Uni
kæmist með félaga sína burtu þaðan á flótta og
stefndi sjónhending yfir um íjallið. Lækur sá
er Uni leyndist með, og aldan, eru síðan
hvorutveggja kennd við hann og kölluð
Unaalda og Unalækur. Uni hélt nú yfir fjallið
um skarð það er síðan er kölluð Unaleið og
hefir þá ætlað í Loðmundarfjörðinn, en
Loðmundarfirðingar höfðu þar fyrir mann-
söfnuð, er nú er kallað Herfell. Varð fúndur
þeirra í dalskvompu þar suðvestur af og varð
Uni þar halloka, en komst þó undan yfir
fjallið, sem síðan heitir Dragi. Þar er síðan
kallaður Hrævardalur. Virðast þessir staðir,
Herfell og Hrævardalur, hafa þá fengið nöfn
sín. „Her er hundrað manns“, segir Edda. Hafa
þeir er að þeim fóru verið margir eftir því.
Hrævardalur ætla menn að dreginn sé af
nafninu hræ, og geta til að þar hafi orðið
mannfall nokkurt.17
106