Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 110
Múlaþing
Selfljót við Arnarbœli, milli Gagnstöðvar og Klúku (2002).
í landamerkjaskrá Brennistaða er getið um
Unaleiði í fjallinu, á merkjum við
Gilsárteig: „Síðan ræður Unalækur til fjalls
upp, þar til hann beygir til vesturs, þaðan
sjónhending upp utanundir Grjótupsarenda,
þaðan í skarðið framan undir Efrimúla,
þaðan austur á Unaleiði, þar til vötnum
hallar fyrst til Héraðs.“20 Samhljóða klausa
er í landamerkjaskrá Gilsárteigs. Þetta
Unaleiði getur vel verið sami staður og
Klyppsstaðarprestar geta um. I báðum
skrám er þó sagt að menn viti ekki (glöggt)
hvar þetta ömefni sé, og að það sé rangt
staðsett á kortum. í skrá Gilsárteigs stendur
„Unaleiði (aðrir segja Unaalda)“, og þar er
þessari skýringu bætt við: „Þetta ömefni er
vafalaust rangt staðsett á korti, nema hér sé
urn að ræða fornan ijallveg, sem óljós
munnmæli era um, og var kallaður Una-
leið.“ Ljóst er að líking orðanna leið og
leiði veldur þessari ruglun. Hjörleifur
Guttormsson (2008) ritar: „Um ömefnið
Unuleiði (Unaleið o.fl. útgáfur) er
þjóðsagnablönduð óvissa, en einna helst
virðist það tengt urðar- eða melöldum suður
af aðalleiðinni yfir Tó, norðan undir
háfjallgarðinum. Sýnist lítil innistæða fyrir
að viðhalda því nafni á uppdráttum.“21 Þó
er nafnið á korti á bls. 132 í bókinni, SV við
Tóarvatn.
„Fjallkonan“ og Unaleið
Ofangreind tilgáta um fjallveginn Unaleið,
studd munnmælum í Þjóðsögum Sigfúsar,
hlýtur að teljast athyglisverð, ekki síst í
ljósi þess merkilega fomleifafundar sem átti
sér stað á Vestdalsheiði sumarið 2004,
þegar tveir Seyðfirðingar rákust á skartgripi
fornkonu á gamalli fjallaleið milli Eiða-
þinghár og Loðmundarljarðar/Seyðisijarð-
ar, sem gæti verið umrædd Unaleið. Við
nánari rannsókn komu fleiri skartgripir í
ljós, þar á meðal um 500 perlur, og nokkur
bein, er sýndu að um var að ræða unga konu
frá fyrri hluta 10. aldar. Nánar má lesa um
þetta í grein Sigurðar Bergsteinssonar í
108