Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 114
Múlaþing
svikara1. Hlutverk þeirra er að sameina
þjóðina og efla þjóðarvitund, með því að
gefa henni sameiginlegan andstæðing.
Höfuðrit Landnámabókar, Sturlubók og
Hauksbók, voru ritaðar á seinni hluta 13.
aldar og í upphafi 14. aldar, þegar
íslendingar höfðu gengið Noregskonungi á
hönd, og höfundur Sturlubókar var sjálfur
þáttakandi í þeim átökum sem til þess
leiddu.
Sögumar af Una danska og Þórarni
Nefjólfssyni fengu svo aukið gildi í
sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld, og
hafa óspart verið notaðar til að efla
þjóðernisvitund okkar. „Þessi fyrsta tilraun
Noregskonunga, til að ná valdi yfir Islandi,
strandaði þannig á frelsisást Austfirðinga",
ritar Jón Jónsson á Stafafelli32 og Jónas frá
Hriflu notaði söguna í sama tilgangi í hinni
alkunnu íslandssögu-kennslubók sinni fyrir
bamaskóla.
Hvergi kemur fram að Uni hafi verið
hraustmenni eða hetja. Hann ber lægri hlut
í öllum átökum. Hlutskipti hans er að
hlaupast brott frá skyldum sínum, síðast frá
Þórunni, bamsmóður sinni, og Ijölskyldu
hennar. Hann hlýtur því að hafa talist
lítilmenni á mælikvarða þess tíma sem hann
var á dögum. Launin sem Haraldur kon-
ungur hét Una vom að hann átti að verða
jarl yfir íslendingum. Það minnir á Gissur
Þorvaldsson, samtímamann Sturlu Þórðar-
sonar og keppinaut, sem fékk misjafnt
orðspor í sögu hans, en hlaut að lokum
jarlstign á íslandi, sá eini sem borið hefur
þann titil.
Tilvísanir og athugasemdir
' Landnáma. íslenzk fornrit I, bls. 299-301.
2 Landnáma. ísl. fomrit I, bls.299. / Haraldur
Matthíasson,1982, bls. 361.
3 Halldór Stefánsson, 1958, bls. 47-48.
4 Ármann Halldórsson, 1988, bls.131-133.
Ömefnaskrá Unaóss o.fl.
Ármann Halldórsson (ritstj.), 1975: Sveitir og
jarðir í Múlaþingi II, bls. 354.
Sigurður Gunnarsson: Ömefni..., bls. 441.
Landnáma. íslenzk fomrit I, bls. 48-49.
Landnáma. Islenzk fornrit I, bls. 326-329.
Austfirðinga sögur. íslenzk fomrit XI. bindi,
bls. 221-222.
Halldór Pétursson, 1981. / Sigurður
Sigurmundsson, 1994.
Landnáma. íslensk fomrit I, bls. 296.
Sigfús Sigfusson, 1986, VI, bls. 69-70 /
Sigurður Gunnarsson (1886, bls. 441) hefur
sömu sögn.
Þjóðsögur Jóns Arnasonar, IV, bls. 110.
Ármann Halldórsson, 1988: Geymdar stundir
IV, bls. 132.
Sigurður Gunnarsson, í Safni til sögu Islands
II, bls. 441.
Sigfus Sigfússon: Islenskar þjóðsögur og
sagnir, VI, bls. 70-71. í 1. útgáfu af
þjóðsögum Sigfusar er sagt nokkuð öðm vísi
frá þessu.
Stefán Einarsson: Austfirðir norðan Gerpis,
1957, bls. 66.
Múlasýslur. Sýslu- og sóknarlýsingar, 2000,
bls. 229.
Landamerkjaskrá Brennistaða, þinglýst á
Egilsstöðum 4. júní 1883.
Hjörleifur Guttormsson, 2008, bls. 15.
Sigurður Bergsteinsson, í Glettingi 2005. /
Valgerður Bjarnadóttir: Heiður, 2005.
í túni Ofanleitis í Vestmannaeyjum vom þrjár
stórar þúfur, sem nefndust Unurnar. Því var
trúað að þúfumar væm völvuleiði og þar áttu
tvær völvur eða spákonur, Una eldri og Una
yngri, að vera grafnar. Þau álög vom á
þúfunum að þeim mátti ekki raska fyrir
nokkum mun, og væri það gert mátti búast
við að það hefði hinar verstu afleiðingar.
Engu að síður voru þær sléttaðar
einhvemtíma á þriðja Ijórðungi 20. aldar, og
1973 kom upp eldgos á Heimaey og
eyðilagði mikinn hluta kaupstaðarins. I
Þykkvabæ í Ámessýslu er býlið Unhóll á
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
112