Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 118
Múlaþing
Stíflan séð að ofan. Ljósmyndari og eigandi myndar: Jón Frímannsson.
er þó trúlegt, að þetta mál hefði dregist enn
um sinn, hefði ekki um þessar mundir
nánast tekið fyrir sölu á saltkjöti til Noregs,
en jafnframt aukist líkur á því, að sala á
frystu kjöti gæti gengið vel. A fundi í stjórn
Kaupfélags Héraðsbúa 19. mars 1927 á
Egilsstöðum er á dagskrá mál, sem senni-
lega veldur straumhvörfum í þessu mikla
hagsmunamáli Reyðfírðinga. Þar fara
saman hagsmunir félagsins og fólksins eins
og áður- og reyndar einnig síðar.
Hér var um að ræða byggingu frystihúss
á Reyðarfirði. I sögu Kaupfélags Héraðsbúa
eftir Benedikt Gíslason frá Hoftegi segir
svo: „Þetta mál er þannig til komið, að
síðasti aðalfundur S.I.S. sem haldinn var í
Reykjavík í febrúarmánuði þessa árs,
beindi þeirri áskorun til K.H.B. á
Reyðarfirði, að það kæmi upp frystihúsi á
komandi sumri.“ Síðan telur Benedikt upp
þau rök, sem færð eru fyrir þessari
framkvæmd, en þau verða ekki rakin hér.
í frystihúsinu var dísilrafstöð, sem var
nógu stór til að lýsa upp byggingar Kaup-
félagsins og knýja frystivélarnar, en einnig
mun Hermes, hús kaupfélagsstjórans, hafa
verið tengt þessari rafstöð. Fljótlega kom að
því, að kaupfélagið þurfti á meiri raforku að
halda en þessar vélar gátu framleitt. Var þá
fenginn maður til að athuga möguleika á
virkjun Búðarár. Þessi maður var Sigfús
Vigfússon frá Geirlandi. í þeim heimildum,
sem ég hefi undir höndum, er ekki gerð
ffekari grein fyrir þessum manni hvorki
menntun hans né atvinnu.
Niðurstaða Sigfúsar var sú, að hægt væri
að gera 40-60 Kw. virkjun með því að hafa
hana neðarlega í fjallshlíöinni og kostnað-
inn áætlaði hann 50-60 þúsund krónur.
Kaupfélagið taldi sér ekki fært að leggja í
þessa virkjun til eigin þarfa eingöngu, og
við nánari athugun var talið heppilegra að
ráðast í virkjun í félagi við Reyðarijarðar-
hrepp, nægilega stóra fyrir kauptúnið allt.
116