Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 121
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
höfðu rafmagnsfræði erlendis, hljóti að hafa
verið ljósir kostir þess að velja heldur
þriggja fasa riðstraumskerfi fyrir nýjar
rafveitur.
Það er þess vegna nokkurt undrunarefni,
hvers vegna Steingrímur Jónsson, sem var
rafmagnsverkfræðingur að mennt, skyldi
árið 1929 velja jafnstraumsvélar fyrir
Rafveitu Reyðartjarðar með öllum þeim
annmörkum, sem því fylgdi og sú skamm-
sýni hans passar afar illa við framsýni og
stórhug þeirra manna, sem hann var að
vinna fyrir og ráðleggja, enda leið ekki á
löngu, þangað til Reyðfirðingar fóru að
hugleiða stækkun og breytingar á raf-
stöðinni og verður nánar frá því sagt síðar í
þessari samantekt. Þessi mistök í vali á
vélum í þessa nýju virkjun Reyðfírðinga eru
nánast óskiljanleg miðað við þau gögn, sem
nú eru til um þessa framkvæmd, vegna þess
að í næsta nágrenni við Reyðarfjörð, á
Seyðisfírði, var árið 1913 sett upp rafstöð
fyrir kaupstaðinn. í þessari virkjun var
þriggja fasa riðstraumsrafall 55,2.K.W.frá
A.S.E A. og túrbínan frá sama framleiðanda
og túrbínan á Reyðarfirði. Þessi virkjun var
hönnuð og byggð af þýska stórfyrirtækinu
Siemens samkvæmt nýjustu og bestu tækni,
sem þá var þekkt með sjálfvirkum gangráði
á túrbínu og spennustilli við rafal og nú, 95
árum seinna, er þessi rafstöð í fullu gildi.
Þetta er fyrsta riðstraumsrafstöðin á íslandi
og hefur sannað yfírburði riðstraums í
rafveitukerfum á Islandi, svo ekki verður
um villst.
Það er óhugsandi, að Steingrími hafí
ekki verið kunnugt um þessa myndarlegu
og nútímalegu virkjun Seyðfírðinga og
reynsluna af henni, því ætla má, að ungur
verkfræðingur léti ekkert á þessu sviði fram
hjá sér fara, svo tæpast er það skýringin á
þessum mistökum. En hver er hún þá?
Trúlegast er, að skýringarinnar sé að leita í
Vélasamstœðan frá 1940.
Eigandi myndar: Jón Frímannsson.
því, að þær vélar, sem kaupfélagið var búið
að koma sér upp fyrir starfsemi sína, hafí
verið jafnstraumsvélar með þeirri spennu,
sem valdar voru fyrir Rafveitu Reyðar-
íjarðar og ekki hafí þótt rétt að breyta því
vegna kostnaðar.
En einnig er hugsanlegt, að ástæðan hafí
verið sú, að vélar eins og Seyðfirðingar
notuðu í sína rafstöð, hafi þá verið dýrari
eða þá, að menn hafí einfaldlega talið
riðstrauminn hættulegri, en sú skoðun var
nokkuð almenn fyrstu ár rafmagnsins hér á
landi. Sú skýring er þó ekki mjög sennileg,
en hvað sem því líður, þá átti þessi
ákvörðun eftir að verða afdrifarík íyrir
Rafveitu Reyðarfjarðar.
Eftir að Steingrímur Jónsson, síðar
rafmagnsstjóri í Reykjavík, hafði gert
áætlanir og útreikninga, var haldinn annar
borgarafundur um málið þann 1. júní 1929.
Nefnd, sem starfaði milli funda, skilaði
skýrslu um málið og greindi Þorsteinn
Jónsson frá framgangi þess. Fundurinn
heimilaði hreppsnefnd að taka lán til
119