Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 124
Múlaþing
#
Við minnsta leka úrþrýstirörum geta myndast œvintýralegar klakahallir. Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri
í hallardyrum og er hann eigandi myndarinnar.
eins og sagt verður frá síðar, var reist
viðbygging framan við stöðvarhúsið. I
henni var afdrep fyrir gæslumennina og
verkstæðispláss.
Það birti í bænum
Stöðvarhúsið var vel byggt og innréttað af
miklum myndarskap og snyrtimennsku,
hvítmálað með flísalögðu gólfí. Fyrri
vélasamstæðan var í framenda hússins, en í
útendanum var geymsla fyrir raflagnaefni
og einhver vinnuaðstaða, þangað til seinni
vélasamstæðan var sett upp árið 1940. Um
vinnutilhögun við lagningu loftlínunnar og
ýmis störf, sem þessum framkvæmdum
fylgdu, er nú fátt vitað annað en það, sem
ráða má af tímanum, sem þær tóku og að
þær hafi allar gengið eins og best varð á
kosið. Rafmagninu var svo hleypt á
framlínuna þann 1. apríl 1930. Þá kvað
hagyrðingur í útbænum:
Apríl fyrsti á sitt hrós
árin þegar líða.
Höfðingjarnir hafa Ijós,
hinir mega bíða.
Þess má til gamans geta, að Þorsteinn
Jónsson kaupfélagsstjóri átti heirna fyrir
innan Búðarána í húsinu Hermes. En ekki
þurftu íbúar þorpsins, sem háðir voru
útlínunni, að bíða nema örfáa daga, þangað
til rafmagnsljósin loguðu um allan bæ.
Þegar allir Reyðfírðingar höfðu fengið
rafmagnið að meðtöldu fólkinu á nágranna-
bæjununr Teigagerði og Kollaleiru, leit
reikningurinn yfír stofnkostnað Rafveit-
unnar út eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd.
Þegar þetta er skrifað, hafa frá upphafi
verið sex rafveitustjórar við Rafveitu
Reyðarfjarðar. Þeir eru þessir:
122