Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 125
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
Stofnkostnaðarreikningur Rajveitunnar sem getið er um í textanum.
Guðmundur Einarsson frá 1930-1933,
Jóhann Frímann Jónsson frá 1933-1945,
Benjamín Jónsson frá 1945-1950,
Finnur Malmquist firá 1950-1960,
Tryggvi Þórhallsson frá 1960-1966,
Sigfús Guðlaugsson frá 1967.
Auk þeirra komu að rekstri rafveitunnar,
meðan ég þekkti til: Ferdínand Magnússon
á Bakka, Eðvald Sigurjónsson í Bakka-
gerði, Pétur Jóhannsson í Ekru, Karl
Bjömsson á Sæbóli og Asgeir Ámason,
Aðalbóli.
Það er ekki trúlegt að þeir, sem ekki
þekkja annað en að hafa rafmagn í húsum
sínum og öll þau þægindi, sem því fylgja,
geti ímyndað sér alla þá breytingu, sem átti
sér stað hjá Reyðfírðingum með tilkomu
rafveitunnar. Nánast allt daglegt líf fólksins
hlýtur að hafa breyst.
Nú gat fólk lagt til hliðar olíulampana,
sem báru litla birtu og voru í raun
stórhættulegir gallagripir nema ýtrustu
varúðar væri gætt. I staðinn fyrir þá voru nú
komin björt rafmagnsljós í hvert herbergi í
húsinu, sem kveikt voru og slökkt með því
að ýta á takka á veggnum og á nokkrum
staurum í þorpinu voru útiljós, sem lýstu
upp skammdegið. Þó ekkert annað hefði
áunnist með rafmagninu, hefði þetta verið
mikil breyting. Það eitt að fá rafmagnsljósin
í hús sín og vinnustaði var stórkostlegt
ævintýri, sem þeir einir skilja, sem áður
máttu þola ljósleysi og myrkur.
En það voru ekki bara rafljós og birta,
sem fólkið á Reyðarfirði fékk með
rafmagninu. Það fékk í staðinn fyrir kola-
eldavélar fínar og gljáandi Rex rafmagns-
eldavélar með þrem misstórum hellum og
bakarofni. Það er auðvelt að ímynda sér
muninn á þessum tækjum og gleði hús-
mæðranna yfír að þurfa ekki lengur að byrja
á því á morgnana að kveikja upp í
eldavélinni og að moka í hana kolum af og
123