Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 128
Múlaþing
Li
Botn uppistöðulónsins hreinsaður. Ljósmynd: Sigfús Guðlaugsson.
Rafveitan stækkuð
Um rekstur Rafveitu Reyðarfjarðar er ekki
margt að segja, þangað til rafstöðin er
stækkuð árið 1940. Þá var sett upp 65 kw
vélasamstæða. Rafallinn var sænskur, en
túrbínan, sem var af Pelton gerð 100 hestöfl
tveggja bunu, var íslensk smíð frá Vél-
smiðjunni Steðja í Reykjavík. Ráðgjafi og
milligöngumaður Rafveitunnar við þessa
stækkun og vélakaup var Höskuldur
Baldvinsson, sá sami og stjómaði fram-
kvæmdunum 1929, þegar Rafveitan var
byggð. Ekki þurfti að breyta þrýstivatns-
pípunni vegna þessarar stækkunar. Hún var
eins og áður er getið ætluð fyrir 300
hestafla vél og er enn í notkun. Við þessa
nýju vél var hvorki gangráður við túrbínuna
né spennustillir við rafalinn. Af þessum
sökum þurfti að hafa stöðuga gæslu á
rafstöðinni allan sólarhringinn og einnig
vegna þess, að spennustillirinn við eldri
vélina var bilaður og fengust ekki varahlutir
í hann vegna stríðsins.
Við þessar vélar eins og allar aðrar voru
yfírálagsrofar, sem rufu strauminn út á
línumar, ef álagið varð of mikið eða ef
línumar slógust saman í vondum veðmm.
Ein ástæðan fyrir því, að alltaf var vakt í
stöðinni, var sú, að ef þetta kom fyrir, var
alltaf hægt að setja strauminn á aftur
tafarlaust og koma í veg fyrir skemmdir á
vélunum, sem gátu orðið vegna aukins
snúningshraða, þegar álagið fór af þeim.
Gæslumennimir vom þrír og gengu á
þriggja tíma vaktir. Það kom einnig í þeirra
hlut að hreinsa ís og krap úr ristunum í
inntaksþrónni við stífluna, þegar þannig
stóð á. I dagbók Frímanns Jónssonar frá
árinu 1940 er afrit af svohljóðandi
símskeyti sent þann 8. maí Eysteini
Jónssyni, ljármálaráðherra:
„Oskum góðfúslega aðstoðar um fljóta
afgreiðslu innflutningsleyfis vegna véla-
kaupa kr. 10000.00. Rafstöðvarstjóri.“
Þessa peninga átti að nota til greiðslu á
65 kw. rafalnum frá El. Mekano og
126