Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 130
Múlaþing
Tveir jyrrverandi starfsmenn rafveitunnar, Arnþór Magnússon og Marinó Már Marinósson. Ljósmynd:
Sigfús Guðlaugsson.
Verður því að teljast mjög nauðsynlegt að
skoða hvorttveggja, þegar á þessum vetri og
lagfæra svo fremi, að efni til viðgerða fáist
Auk þessa er mörgu viðvíkjandi stöðvarhúsi
ábótavant. Eru enn þá ógerðar nauðsynlegar
endurbætur á því, sem ég og Rafmagnseftirlit
ríkisins óskuðu eftir siðastliðið sumar. Skal
þess getið, að stöðvarhúsið er talið verst
útbúið hús sinnar tegundar á öllu landinu.
Af framansögðu er þá ljóst, að rafveitu-
málum okkar er í mörgum greinum áfátt. Þau
krefjast athugunar og úrræða, ef til umbóta á
að stefna. Skal þá fyrst athugað lauslega það,
sem alvarlegast er, að vélaaflið er þegar
uppnotað. I sambandi við það er og fróðlegt að
gera sér að einhverju ljóst, hversu mikillar
orku er þörf í framtíðinni. Láta mun nærri, að
um 116 Kw. séu notuð til ljósa og suðu af
almenningi.
51 Kw. eru notuð til að knýja kælivélar, í
verslunum, greiðasölum, skóla, kirkju, til
götulýsinga, bryggju o.fl. Erfitt er þó að draga
glöggar merkjalínur þar á milli. Séu í kringum
300 manns í þorpinu þarf á mann um 386 w til
heimilisnotkunar eða um 400 wött. Er þetta
um 100 wöttum meira en almennt er áætlað til
slíkra nota, og kemur sennilega af því, að
rafmagn er lítilsháttar notað til hitunar og selt
gegnum hemla. Virðist þá hæfilegt að ætla
orkuþörf til þessara nota um 360 wött á mann.
Til gamans hefi ég áætlað orkuþörf
Búðareyrarþorps með íbúafjölda 500 manns,
og verður hún eins og hér segir:
Til almennra heimilisnota. Kw Kw. 180
Verslanir og greiðasölur 14
Bamaskóli 2
Götulýsing 3
Bryggjulýsing 1,5
Samkomuhús 2,5
Kvikmyndahús 6
Sími og póstur 4 33
Frystitæki 1 25
Frystitæki 2 20
Ofyrirséð 15 60
128