Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 132
Múlaþing
Guðmundur Frímann Guðmundsson við viðgerð á gangráð. Ljósmynd: Sigfús Guðlaugsson.
Reyðarfirði, 11. nóv. 1941.
Virðingarfyllst.
J.Frímann Jónsson.
Til rafveitunefndar og hreppsnefndar
Reyðarljarðar.
Þannig var ástandið í rafmagnsmálum
Reyðfirðinga árið 1941 aðeins 11 árum eftir
að Rafveitan tók til starfa, þrátt fyrir þá
stækkun, sem gerð var þegar á stöðinni með
nýju 65 Kw. vélinni, sem sagt er frá hér að
framan. Þetta bréf Frímanns er afar
merkileg heimild um, hvað gerðist í
atvinnumálum og afkomumöguleikum
fólks, þegar farið var að virkja vatnsföllin. I
því er minnst á margs konar starfsemi og
iðnað, sem hefði verið óhugsandi án
rafmagns og þörfin fyrir Rafveituna, þegar
hún var sett á stofn, sést ef til vill best á því,
að vélaraflið, sem ákveðið var í upphafí, var
þrátt fyrir stækkunina fullnýtt og vel það
árið 1941.
í þessu bréfí kemur það skýrt fram, sem
vikið er að fyrr í þessari samantekt, að
Rafveitan var úrelt áður en hún tók til
starfa. Það er staðfest, svo ekki verður um
villst í bréfí Frímanns. Bæði er það, að
kerfíð, sem var valið, það er að segja
jafnstraumurinn, var þegar úreltur og
vélaraflið of lítið, þó vafalaust hafi menn
talið það vera nægilegt til langs tíma og í
þessu bréfí hvetur Frímann ráðamenn á
Reyðarfírði til að huga að kaupum á nýjum
vélum og búnaði til endurnýjunar á
Rafveitunni. En vegna stríðsins og annarra
ástæðna dróst sú framkvæmd lengur og
varð erfíðari en annars hefði orðið. Eins og
fram kemur í bréfí Frímanns er orðin brýn
þörf á endurbótum á öllum búnaði
Rafveitunnar og stækkun á henni og í
síðustu málsgreininni í bréfínu minnist
hann á innflutning á nýjum vélum í
rafstöðina. Af þeim gögnum, sem mér eru
tiltæk, virðist mega ráða, að í þessu bréfí
Frímanns sé fyrst rninnst á stækkun
130