Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 137
Pro Memoria Eiríksstaðabræðra 1786
Pro Memoria
Eiríksstaðabræðra
1786
Vér undirskrifaðir komum fram í stæðstu undir gefni með þá vora auðmjúka begæring, að
oss mætti eftirlátast að byggja upp á vom eigin kostnað eitt so kallað Bænhús eins og til
foma hafði verið á vorri eignarjörðu Brú á Jökulsdal, að fólk þarverandi og á Eiríksstöðum
og Hákonarstöðum mætti vor og haust vera þar til altaris. En til þessarar vorrar eftir leitni
em fylgjandi orðsakir.
1. Sá yfrið langi vegur til vorrar sóknarkirkju sem er fullkomin meðal Þingmannaleið af
þeim efstu bæjurn, fordjarfast árlega af vatnsgreftri, og þær mörgu þverár, sem á téðum
vegi fyrir koma em langt fram á sumar ófærar vegna vatnsvaxtar líka umbreytast þær so
mjög að furðu gegnir.
2. Hin önnur orsökin er að menn eru so hestafáir að þeir geta ei hestað sig eða sína nema
ganga á mis, so reisan sem dró til sín 3 daga með helginni fyrr, vill nú útheimta meiri tíð,
og það með erfiðis munum þar fara verður norður í heiði fyrir þessar ár, nema um
hásumarið.
3. Og með því að þetta gjörir aungva umbreyting í því sem viðvíkur vorri skylldu við
sóknarkirkjuna þar vér ætlumst til að prestur flytji með sér þá hluti sem hafa þarf til
þessarar þjónustugjörðar fyrir hvört hans ómak og umfang við á parti betölum honum allir
árlega 1 rixd: Courant og 12 sk. vonum vér hér um bænheyrðir að verða og innstillum þessa
vora ansögning til velæru verðugs héraðs prófastsins með bón að þessi Memorial vor
komist til háyfirvaldanna.
Til staðfestu eru vor undir skrifuð nöfn, Eiríksstöðum þann 28. júlí 1786.
Gunnlaugur Einarsson, Thorkell Einarsson, Guðmundur Einarsson.
Ég er ei einasta samþykkur helldur og gimist ég fyrir mig og mitt hús að sú framan-
skrifaða begæring bræðranna mætti bænheyrast, til merkis mitt nafn að Hákonarstöðum d.
28. júlí 1786.
J[ón] Sveinsson.
So að tilheyrendur og sálnasorgarinn viti af þeirri tíð til vissu eður sunnudegi, á hvörjum
þeir vilja vera til altaris, þeir þurfi ei á miðri leið aptur snúa, vegna vatna og veðra eður
þjónustast heima í húsunum, er þessi þeirra eptirleitan nauðsinleg, og gagnleg sérdeilis
f[yrir] nærverandi tíð.
Hofteigi þann 3. augusti 1786.
Erlendur Guðmundsson prestur í Hofteigssókn.
135