Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 138
Múlaþing
Allt hvað framan skrifað er P.[ro] M.[emoria] inniheldur er að minni vitund sann-
ferðugt og sýnist þeirra begæring ei ónauðsinleg so sem þeir bræður eiga aldraða foreldra
og á þeim bæjum eru oft gamalmenni, til með kinni aldraðar manneskjur úr Rafnkelsdal
að taka í téðu bænhúsi sacramenti í nauðsfall. Hvar fyrir ég óska að slíkt mætti þeim
eftirlátast.
Datum Valþjófsstað 21. Aug: 1786.
P[áll] Magnússon próf[astur] N. M. S.
Lítill eftirmáli
Tvíblöðung með þessum texta er að finna í kirknaskjölum N- Múl. í Þjóðskjalasafni K.I.l.
Líklega er þetta frumritið. Efst í vinstra homi 1. síðu stendur „til 861“. Veit ekki hvað þetta
merkir, hugsanlega er þetta bréfadagbókarmerking.
Astæðan fyrir því meðal annars að birta þennan fróðleik á prenti er sú að í Prestatali og
prófasta eftir séra Svein Níelsson, er fyrst kom út á vegum Bókmenntafélagsins í
Kaupmannahöfn 1869, er ártalið ekki rétt, þar stendur 1776. Það er óbreytt í 2. útgáfu sem
prentuð var í þremur heftum á ámnum 1949 til 1951. Þar er aukið í viðbótum og
leiðréttingum Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar. Annaðist séra Bjöm Magnússon
þá útgáfu fyrir Bókmenntafélagið.
Jón Sigurðsson forseti sá um fyrstu útgáfuna á prestatalinu og af greinagóðum formála
hans er augljóst að hann jók ýmsu við textann, en hvort hann á neðanmálsklausuna (No-)
á bls. 4 í talinu - eður ei, þar um verður ekkert sagt að órannsökuðu máli.
En þessi ártalsskekkja hvort sem hún er prentvillupúki eða önnur tegund vofu, gengur
sífellt aftur í endurnýjun vondra lífdaga og má þar til dæmis nefna Forn Frœgðarsetur eftir
séra Agúst Sigurðsson.
Þegar pistillinn „Um Jökuldal“ eftir Jón Pálsson frá Amórsstöðum var endurprentaður í
Múlaþingi (24 - 1997), sem birtist áður í V. árgangi Óðins 1910, þá var þetta ártal leiðrétt
eftir þessari heimild.
Nú segir í neðanmálsgreininni í 1. útgáfu Prestatalsins að slepptu ártalinu „fengu
bændur á Bni og á Eiríksstöðum á Jökuldal leyfí til að byggja á sinn kostnað og halda við
Bænhúsi því, sem frá gamalli tíð hafði staðið á Brú ...“
En hvenær var leyfið veitt? og hvenær var kirkjan á Brú byggð?
Hér höfum við hinsvegar skjalfest hvaða ár þeir Eiríksstaðabræður rita yfirvöldum um
sín áform að fá að byggja bænhús, „á vorri eignarjörðu Brú á Jökulsdal." Hafandi til þess
stuðning nágrannans á Hákonarstöðum og sálusorgara síns, sem og prófasts.
Hvenær bænhúsið var byggt er ekki vitað en það er orðið embættisfært 1790, því þá
stendur eftirfarandi í prófastsvisitasíu Hofteigskirkju, sem fram fór 29. júní það ár gjörð af
séra Áma Þorsteinssyni á Hofi: „...omamenta og instmmenta kirkjunnar em öll hin sömu,
utan firá skrifast altarisklæði og brún sem til þjónustu gjörðarinnar virðist ei sæmilegt, hvort
nú ei kann virðast þar það er léð til Brúar-bænhúss. í hvörs stað presturinn nú leggur annað
nýtt af rauðþrykktu lérefti með kögri sem nú virðist 2-rd 24 sk.“
136