Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 143
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“ aprílmánaðar ársins 1872 og höfundur er að ræðu þeirri er hér fer á eftir - þó ekki í heild því niðurlag hennar hefur - illu heilli - ekki varðveist. Frá hendi Páls Eggerts Ólasonar má fræðast nokkuð um séra Hjálmar (Islenskar æviskrár II bls. 357). Þar segir m.a. að hann hafí lært einn vetur hjá séra Þorsteini E. Hjálmarsen, síðan ýmsum, en hafi þó fremur hneigst til smíða en bókar. Hann hafí verið tekinn í Bessastaðaskóla 1834 en orðið að víkja þaðan 1836 „vegna veikinda og lítilla framíara." Hafi hann síðan verið á vist með „ýmsum“, síðast um tveggja ára skeið hjá Jóni Sveinssyni, síðar presti að Mælifelli, en hafí svo verið „felldur frá prófi í skólanum 1841, síðast 3 vetur hjá síra Hallgrími Jónssyni að Hólmum, stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 1844 með meðalvitnisburði." Fylgir síðan skrá um hina ýmsu aðsetursstaði séra Hjálmars ásamt ártölum. Ekki telst þessi upptalning sérleg rós í hnappagat Hjálmars Þorsteinssonar - en lengi skal manninn reyna. Öllu ítarlegri og uppbyggilegri mynd hans er að fínna í Prestaœvum Sighvats Grímssonar Borg- fírðings (1840-1930). Um séra Hjálmar Þorsteinsson segir þar svo (ég vík skrifum Sighvats hér til nútímastafsetningar og hnika til greinarmerkjum til að gera textann skilmerkitegri): (Hjálmar) var sonur Þorsteins listasmiðs, hreppsstjóra og sáttasemjara er lengi bjó á Víðivöllum í Fnjóskadal Þorsteinssonar frá Fjöllum í Kelduhverfi Grímssonar. Kona Þorsteins en móðir séra Hjálmars var Valgerður Indriðadóttir frá Fornastöðum Jónssonar. Valgerður fæddist 14. október 1785 en dó á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði 31. janúar 1861. Móðir hennar var Jórunn Jónsdóttir prests á Hálsi í Fnjóskadal, f Kirkjubœjarkirkja. Ljósm. Hulda Jónsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. Þorgrímssonar prests á Hálsi Jónssonar. Bróðir séra Hjálmars var Indriði hreppsstjóri, gullsmiður og lögregluþjónn á Akureyri, lipurmenni, þjóðhagi, glaðlyndur, gestrisinn og vel þokkaður. Hann átti Þóru Jónsdóttur prests í Grundarþingum 1839-1860 Jóns- sonar. Hún var systir Helgu Jóhönnu Friðriku, konu séra Hjálmars. Séra Hjálmar er fæddur á Fomastöðum í Þingeyjarsýslu 18. júlí 1814. Til sautján ára aldurs vandist hann ekki við annað en bændavinnu. 1830 komu foreldrar hans honum fyrir hjá séra Þorsteini Erlendssyni Hjálmarssen sem þá var prestur á Helga- stöðum urn næstum því heilan vetur. Frá þeim tíma segist hann hafa haft ýmsa kennara en hann var alltaf heldur hneigður fyrir smíðar en bóknám á fyrstu árum sínum. 1834 komst hann í Bessastaðaskóla, þó lítt undirbúinn, en eftir tvö ár - á hverjum hann hafði tvisvar fallið í þungan sjúkdóm og stundum lent á vonleysisvöl - var honum þaðan, með samþykki og ráðum kennaranna, vísað í burtu og var hann þá sá fjórði frá þeim neðsta í 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.