Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 151

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 151
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“ Tungubændumir, þegar um birga búmenn var að ræða, Eiríkur í Bót, Hallur á Rangá og Eiríkur á Vífilsstöðum. Eiríkur á Vífilsstöðum var mjög vinsæll og vel vitiborinn, en mjög hlédrægur. Einn af vinum hans, Guðmundur Jónsson frá Húsey, segir um hann í bréfi til mín nýlega: „Eiríkur á Vífilsstöðum skemmdi sína ævisögu með því, hvað hann dró sig í hlé, og lét sem allra minnst á sínum mannkostum og gáfiim bera.“ Fósturbömin hans mörgu bera þó mannkostunum óskeikult vitni. Mun það dæmafátt, að einn maður ókvæntur ali upp svo mörg börn, sum alveg óskyld og algerlega vandalaus. Mér er sagt að Eiríkur hafi verið vel að sér í reikningi, og hafi haft gaman af að leggja smá reikningsþrautir íyrir menn, einkum þá sem vom skólagengnir. Eitthvert sinn fatlaðist sauðasmali hans eða féll frá. Fékk hann þá búfræðing um tíma til að gæta sauðanna við beitarhús, sem voru upp á lágheiðinni, alllangt frá bænum. Venjulegt var að standa yfir sauðunum, ef eitthvað var að veðri eða beit, en búfræðing- urinn undi því hálfilla. Eiríkur kvaðst þá skyldi fá honum nokkuð að fást við, svo tíminn liði fljótar, og lét hann fá reikningsdæmi til að fást við yfir daginn. Eitt dæmið var svona: Hvað er hálf vallardagslátta margir faðmar á hvem kant, ef allir kantar hennar em jafnlangir? Smalinn hafði ekki leyst þessa þraut um kvöldið. Eiríkur mun hafa búið sem leiguliði á Vífilsstöðum allan sinn búskap þar. Kristján Kroyer á Hvanná átti jörðina. Hins vegar átti Eiríkur hina snotm og þægilegu jörð Dagverðargerði, sem mun vera gömul hjáleiga frá Vífilsstöðum. Hann hafði víst oftast hálft Dagverðargerði undir, og hafði þá gnægð góðra engja, því nesjaland tilheyrir jörðunum báóum. 1898 lét Snorri Rafnsson af búskap, sem um skeið hafði verið í Dagverðargerði. Þá tók Eiríkur alla jörðina, og byrjaði að byggja þar upp, en flutti þangað árið eftir, 1899. Hann lauk þá við að byggja það, sem eftir var af bænum, og stendur sá bær enn með sömu ummerkjum (1950). Um þetta leyti var heilsu Eiríks tekið mjög að hnigna. Hann var með sull í lifrinni og leið oft miklar þrautir. Þar kom, að hinn ágæti læknir, Jónas Kristjánsson, sem þá var nýlega kominn að Brekku í Fljótsdal, tók Eirík til sín og skar hann upp. Var talið að skurðurinn hefði tekizt vel, en Eíríkur dó nokkru síðar. Hann arfleiddi tvö fósturböm sín, sem þá voru hjá honum, Kristbjörgu og Eirík Sigfússon, að mestum eða öllum eigum sínum, og bjuggu þau áfram í Dagverðargerði. Eiríkur var mjög gestrisinn, og greiði allur var þar á reiðum höndum. í því sambandi er vert að geta um samskipti þeirra Páls Olafssonar. Svo bar við einhverju sinni á stekkatíma, að þegar Eiríkur kom ofan með fólki sínu til þess að fara á stekkinn, þá varð hann þess var að gestur hafði hallað sér út af í gestarúm, sem var á bæjardyralofti, en hestar hans stóðu í túninu. Hann varð þess brátt var, að þetta var Páll Ólafsson vinur hans, sem þá hefúr sennilega verið á Höfða á Völlum, samanber það, að hann kallar sig hreppstjóra í vísunni. Eiríki þykir stómm miður, að Páll hefir ekki gert vart við sig, svo hægt væri að gera honum gott. Hins vegar var langt á stekkinn, og mundi fólkið verða lengi í burtu. Hann lætur því læðast inn til hans með matarbita, brennivínsflösku og blöndukönnu, ef brennivínsþorsti skyldi gera vart við sig hjá gestinum þegar hann vaknaði. Síðan fer hann á stekkinn. Það er svo auðvitað önnur saga, að þegar komið er heim, er Páll á bak og burt. Maturinn var óhreyfður, en blað með þessari vísu liggur utan á diskinum: 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.