Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 151
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“
Tungubændumir, þegar um birga búmenn var
að ræða, Eiríkur í Bót, Hallur á Rangá og
Eiríkur á Vífilsstöðum. Eiríkur á Vífilsstöðum
var mjög vinsæll og vel vitiborinn, en mjög
hlédrægur. Einn af vinum hans, Guðmundur
Jónsson frá Húsey, segir um hann í bréfi til
mín nýlega: „Eiríkur á Vífilsstöðum skemmdi
sína ævisögu með því, hvað hann dró sig í hlé,
og lét sem allra minnst á sínum mannkostum
og gáfiim bera.“
Fósturbömin hans mörgu bera þó
mannkostunum óskeikult vitni. Mun það
dæmafátt, að einn maður ókvæntur ali upp svo
mörg börn, sum alveg óskyld og algerlega
vandalaus.
Mér er sagt að Eiríkur hafi verið vel að
sér í reikningi, og hafi haft gaman af að leggja
smá reikningsþrautir íyrir menn, einkum þá
sem vom skólagengnir.
Eitthvert sinn fatlaðist sauðasmali hans
eða féll frá. Fékk hann þá búfræðing um tíma
til að gæta sauðanna við beitarhús, sem voru
upp á lágheiðinni, alllangt frá bænum.
Venjulegt var að standa yfir sauðunum, ef
eitthvað var að veðri eða beit, en búfræðing-
urinn undi því hálfilla. Eiríkur kvaðst þá
skyldi fá honum nokkuð að fást við, svo
tíminn liði fljótar, og lét hann fá
reikningsdæmi til að fást við yfir daginn. Eitt
dæmið var svona: Hvað er hálf vallardagslátta
margir faðmar á hvem kant, ef allir kantar
hennar em jafnlangir? Smalinn hafði ekki
leyst þessa þraut um kvöldið.
Eiríkur mun hafa búið sem leiguliði á
Vífilsstöðum allan sinn búskap þar. Kristján
Kroyer á Hvanná átti jörðina. Hins vegar átti
Eiríkur hina snotm og þægilegu jörð
Dagverðargerði, sem mun vera gömul hjáleiga
frá Vífilsstöðum. Hann hafði víst oftast hálft
Dagverðargerði undir, og hafði þá gnægð
góðra engja, því nesjaland tilheyrir jörðunum
báóum. 1898 lét Snorri Rafnsson af búskap,
sem um skeið hafði verið í Dagverðargerði. Þá
tók Eiríkur alla jörðina, og byrjaði að byggja
þar upp, en flutti þangað árið eftir, 1899. Hann
lauk þá við að byggja það, sem eftir var af
bænum, og stendur sá bær enn með sömu
ummerkjum (1950).
Um þetta leyti var heilsu Eiríks tekið
mjög að hnigna. Hann var með sull í lifrinni
og leið oft miklar þrautir. Þar kom, að hinn
ágæti læknir, Jónas Kristjánsson, sem þá var
nýlega kominn að Brekku í Fljótsdal, tók Eirík
til sín og skar hann upp. Var talið að
skurðurinn hefði tekizt vel, en Eíríkur dó
nokkru síðar. Hann arfleiddi tvö fósturböm
sín, sem þá voru hjá honum, Kristbjörgu og
Eirík Sigfússon, að mestum eða öllum eigum
sínum, og bjuggu þau áfram í Dagverðargerði.
Eiríkur var mjög gestrisinn, og greiði
allur var þar á reiðum höndum. í því sambandi
er vert að geta um samskipti þeirra Páls
Olafssonar. Svo bar við einhverju sinni á
stekkatíma, að þegar Eiríkur kom ofan með
fólki sínu til þess að fara á stekkinn, þá varð
hann þess var að gestur hafði hallað sér út af í
gestarúm, sem var á bæjardyralofti, en hestar
hans stóðu í túninu. Hann varð þess brátt var,
að þetta var Páll Ólafsson vinur hans, sem þá
hefúr sennilega verið á Höfða á Völlum,
samanber það, að hann kallar sig hreppstjóra í
vísunni. Eiríki þykir stómm miður, að Páll
hefir ekki gert vart við sig, svo hægt væri að
gera honum gott. Hins vegar var langt á
stekkinn, og mundi fólkið verða lengi í burtu.
Hann lætur því læðast inn til hans með
matarbita, brennivínsflösku og blöndukönnu,
ef brennivínsþorsti skyldi gera vart við sig hjá
gestinum þegar hann vaknaði. Síðan fer hann
á stekkinn.
Það er svo auðvitað önnur saga, að þegar
komið er heim, er Páll á bak og burt. Maturinn
var óhreyfður, en blað með þessari vísu liggur
utan á diskinum:
149