Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 154
Múlaþing
Hér er ekki úr vegi að rifja upp Þorra-
eftirmæli Páls sem varðveittust á lúnu blaði
í gamalli Guðsorðabók Eiríks á Vífils-
stöðum og komu ekki í leitimar fyrr en
1945:
Hús og þekjur Þorrinn skók,
þá gekk flest í sundur.
Heyin mín og töður tók.
Tannaði eins og hundur.
Kjötið beinum fló hann frá
fákum, ánum, kúnum,
en holdin skildi hann eftir á
einum hesti brúnum.
Eitt hann hefur verkið verst
vunnið Austurlandi,
hann hefur á fjöllin fest
fannir órjúfandi.
Flesta brestur bændur mjöl
og björg af ýmsu tagi
og þeim er öllum þrotið öl.
Það var mér nú bagi.
Þorrinn svona þurrt og vott
þreif úr bænda höndum.
Engri skepnu gjörð'ann gott,
gekk sem ljón með ströndum.
Isum þakti eyjaband
allri björg að vama
og hvergi sleppt'ann hval á land,
helvítið að tama.
Fari hann nú í fjandans rass
og fái skjótan bana.
Verði Góan verra skass
verður að jafna um hana.
Þorra-sárin Góan grætt
getur strax í vetur.
Eins og vondan bónda bætt
bezta kona getur.
Sjálfur get ég sannað það
og sýnt á allar lundir,
hefði ég hennar ráðum að
hallazt allar stundir.
Hefði hún getað gert úr mér
góðan mann um síðir,
en Þorra-lundin leið og þver
langt of sjaldan hlýðir.
Þá eru kveðin Þorra-ljóð,
og það í mestu bræði.
Verði blessuð Góan góð
geri ég betra kvæði.
í fómm Eiríks á Vífilsstöðum var einnig að
fínna uppritanir Páls vinar hans á nokkrum
kvæðum. Ber þar hæst Ferðasöguna góðu
(bls. 30 í seinna bindi frumútgáfu að
kvæðum Páls frá árinu 1900. „Frá Höfða fór
ég seint/ fylgt oná bakkann var...“) enda
vísar fnnmta og sjötta erindið beint til
Eiríks:
Loks mig að byggðum bar
barði þar dymm á
Eyríkur út kom þar
ánægjan skein af brá
bauð mér að bragða á kútnum
og taka hestinum töðu-strá.
Eg tók úr tappann skjótt,
og tæmdi náungann8
komst þó á klárinn fljótt
og kvaddi húsbóndann,
Hringur hljóp út í myrkrið
en Skjóni minn eins og skerborð rann.
í prentuðu útgáfunni: „tæmdi brátt náungann“.
152