Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 155
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“
Auk eftirmæla Páls eftir „Fífil" séra Péturs
á Valþjófsstað (bls. 190 í síðara bindi
frumútgáfunnar) og vísnanna frægu JJfs er
orðinn lekur knör" (bls. 237 í lyrra bindinu)
eru í handriti Páls eftirtaldar vísur sem mér
hefur ekki tekist að fínna í útgáfum á
kvæðum hans:
Alstirndur himinn
1.
Maður að bera mæðu
minnar ókominnar
alla er eg varla
æfi nema gæfu,
faðir ljóss og lýða,
ijáir svo eg fái
staðið veikur í stríði
sterkur und þínum merkjum.
2.
Lofa þú mér að lifa
láði ofar hjá þér,
góði Guð! sem ræður
gæfu minni og æfi.
Báðar eg hendur breiði
blessuðum móti þessum
ljósurn því að mig leysast
langar héðan og þangað.
Eftirtaldar vísur bera samheitið Ragnhildur.
1.
Allt vill á þig minna mær
máninn, röðull fagur,
kaldur jafnt og blíður blær,
bæði nótt og dagur.
2.
Af þér varla, mær, eg má
mínum renna augum.
Hjartað við þig hangir á,
heldur sárum taugum.
Augum grátnum eftir þér
eg og börnin mænum,
með þér hverfur allt sem er
yndislegt í bænum.
1.
Áfram líður æfi skeið
oft bar voða höndum að
hefur víða á lífsins leið
lent á boða og skemmst við það.
2.
Boðar dauðans blasa við
brotin skeið þar stefnir að
Guð mér snauðum leggðu lið
að lenda í þreyðan hvíldarstað.
Eiríkur Eiríksson,
bóndi í Dagverðargerði,
dáinn á Skriðuklaustri 1. ágúst 1903
við holskurð, er gerður var sökum
sullaveiki, 71 árs gamall, ógiptur.
Grafinn á Kirkjubæ
14. ágúst 1903
Húskveðja
„Drottinn láttu mig þekkja mína endalykt og
minna daga mæli, svo að jeg viti, hve skjótt
jeg á að enda æfi mína “ (Sálm. 39, 4). Vort líf
er í þinni hendi. Eins og þú kveyktir það, eins
getur þú slökkt það og það opt svo snögglega.
Ó, að vjer gættum ætíð að því eins og vera ber.
Jafnvel vora kærustu ástvini kallar þú frá oss,
þegar þjer þóknast, þrátt fyrir allar vorar bænir
urn að fá að halda þeim hjá oss. En þitt er að
bjóða, vort að hlýða. Hvað skyldum vjer segja
gegn þínum boðum, Drottinn? Þú ert þó vort
frelsi, vort vígi, vor styrkur, vor hjálp í
þrenginum margreynd. Þess vegna beygjum
vjer oss í auðmýkt fyrir þjer og biðjum þig að
eins að gefa oss styrk til þess að geta borið allt
sem oss mætir - og sagt í hjartans einlægni:
153