Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 163
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“
Vínkista Eiríks á Vífilsstöðum. Eflaust hefur Páll skáld Ólafsson þegið margan dropann úr henni. Um
kistuna sagði Eiríkur í Dagverðargerði: „...að hún vœri svo gömul að enginn vissi lengur hve gömul hún
væri. “ Ljósmynd: Greinarhöfundur.
ráðvendni. Og öll minnast þau hans með
sjerlegri virðingu og elsku og munu ætíð
minnast.
Og eins og hann var í hjarta sínu
gagntekinn af lotningu fyrir Guði og ffelsara
sínum og löngun til að þóknast Honum, eins
var það honum áhugamál, að koma ætíð fram
við náunga sinn eins og kristnum manni
sæmir. Hann var trúr í því eins og öðru. Og þá
kom trúfestin hans fyrst fram eins og órjúfandi
tryggð bæði við ættmenn hans og vini. Þar var
þeim öllum vís vinátta og hluttekning og
hjálpsemi á margan hátt. Hann var svo
lánsamur, að hafa ætíð fremur góðan fjárhag,
því að hann var forsjáll atorkumaður og gat
því svo mörgum liðsinnt. Hann bjó eins og
kunnugt er lengst á Vífilsstöðum þar sem faðir
hans og forfeður höfðu búið góðu búi hver
fram af öðrum um heila öld. Og eins og bú
þeirra höfóu verið ein gagnlegustu heimilin í
þessari sveit, eins var hans heimili það. Það
stóð allt af föstum fótum og varð opt mörgum
til mikillar bjargar i þörf, eins og það einnig
var mjög gestrisið hver sem í hiut átti. Það
hefur allt af um hans daga verið eitt traustasta
heimilið hjer um slóðir, og eins eptir það að
hann flutti burtu frá hinni gömlu og góðkunnu
feðrastöð að eigin jörð sinni, Dagverðargerði.
Ætíð hefur til hans verið leitað sem eins
hins merkasta bónda í þessu sveitarfjelagi,
með viróingu og trausti. Og sjerhver verulega
bágstaddur maður átti jafnan víst góðsamt
viðmót hjá honum og margvíslegt liðsinni. En
mest athvarf var þar ættmönnum hans (Þessi
setning hefur verið strikuð út). Hann giptist
aldrei, en bjó lengst með systur sinni Katrínu,
hinni kristilegustu konu, sem eigi giptist
heldur. Og síðan hún dó 1894 bjó hann með
161