Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Qupperneq 164
Múlaþing
Borð sem vcir í eigu Eiríks á Vífilsstöðum. Fóturinn gerður úr siglutré
skútu er strandaði á Héraðssandi. Ljósmynd: Greinarhöfundur.
fósturdóttur sinni sem trúlega hefur verið
honum samtaka i hinu góða og reynst honum
eins og besta dóttir. Og hefur verið því
fyllilega vaxin að halda heimili hans í sama
stíl og áður, hinum kristilega nytsemdarstíl
sem það alltaf hefur haft. Og sífellt hefur verið
fleira og færra af ættmönnum hans og
venzlamönnum á heimili hans og hann ætíð
talið sjer sjálfsagt að reynast þeim sem faðir
eða bróðir í allri þörf og þraut. Margir þeirra,
eldri og yngri, hafa dáið þar og sjúkdómar opt
átt þar heima þar að auki. En ætíð hefur hann
verið þar þá til svo mikillar blessunar með
sinni kristilegu stillingu og sinni öruggu trú og
óbifanlegu trausti á Drottins fóðurlega vemd
og handleiðslu. Hinir trúföstu skína ætíð
skærast sem stjörnur þegar tímarnir eru
erfiðastir og sorglegastir. Hvem er betra að
hafa við hlið sjer í sorg og raunum en hina
trúfostu Guðs?
Jeg gæti miklu lengur talað um hinn
liðna heiðursmann, og væri það kært, því að
hann er einn af þeim mönnum, sem jeg hef
fundið mig sjerstaklega
knúinn til að virða og elska
fyrir sannarlega kristilegt líf
og sakna því sjerstaklega
[síðasta innskotssetn. hefur
verið strikuð út\ en tíminn er
ekki til þess. Og minning hans
stendur fyrir yður öllum svo
ljóst, með sínum mörgu góðu
einkennum, að ekki er í
rauninni þörf að skýra hana.
Vjer emm öll svo einshuga
um það, að einn af okkar
heiðarlegustu og nýtustu
mönnum sje hjer burtu
kallaður og það hversu mjög
þessi sveit hefur fjölmennt
við jarðarfor hans, sýnir bezt
hve almennt hann var virtur
og elskaður [síðasta orðið
strikað út\ og hve mikils vert
þótti um hann. Það em ekki að eins nágrannar
hans og sjerstöku vinir sem mæta hjer, heldur
í rauninni að svo miklu leyti sem hægt er öll
sveitin hans. Það er ljós vottur um það, að
menn finna vel að einn vænsti og bezti og
nýtasti maður sveitarinnar er hjer til grafar
borinn.
Vjer viljum öll í einingu votta það með
fundi vomm hjer, að vjer kunnum að meta
hans þýðingarmikla og blessunarríka, kyrrláta
starf á meðal vor og leggja blessun vora yfir
minningu hans. Hún mun lifa flekklaus í
brjóstum vomm. Hann var hreinn og einlægur,
yfirlætislaus og háttprúður, með glöðu
jafnaðargeði, sem opt skemmti ánægjulega, —
einarður og sjálfstæður og ætíð hinn
drenglyndasti, jafnt vandaður í orðum sem
athöfnum. Það er myndin sem hann mun hafa
í huga vorum meðan vjer munum aðra menn.
Góður Guð blessi minningu hans og veiti
honum sinn frið um alla eilífð í náðarinnar
himnesku bústöðum.
162