Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 167

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 167
Bragi Björgvinsson „Örlög kringum sveima“ Allt frá því að ég fyrst heyrði talað um atburð þann er Guðrún Magnús- dóttir varð úti á Fjallsselsvegi, lék mér forvitni á að vita nánar um ætt hennar og örlög og ekki síst að kanna hinsta hvílustað hinnar ólánsömu konu, en mikil dulúð, í nokkrum atriðum, tengist hvarfi hennar. Sú er m.a. ástæða þess að ég hripa hér greinarkom þetta. í annan stað, hefur á síðustu misseram komið ýmislegt nýtt í ljós, m.a. það að í sumum skrifum um hinstu ferð Guðrúnar, er ekki farið alls kostar með rétt mál er varða nokkur atriði þessa atburðar. Fyrst er þá að geta um helstu æviatriði Guðrúnar. í upphafi má geta þess að Guðrán var 37 ára þegar hún varð úti. Hrafnkell A. Jónsson héraðsskjala- vörður tók í stórum dráttum saman slíkan þátt í tengslum við frágang muna þeirra og minja, sem fundust hjá beinum hennar og komið var fyrir á Minjasafninu á Egils- stöðum. Var Hrafnkell svo vinsamlegur, áður en hann veiktist, að leyfa mér að birta þessa samantekt hans, sem ég tek hér orðrétta upp, utan smá kafla úr síðari hluta pistils hans, sem er sleppt: Guðrún Magnúsdóttir fæddist 1842 suður á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, líklega í Viðborði 28.6. og að líkindum tvíburi á móti stúlku sem hét Sigríður. Hún átti einn bróður eldri en alls átti hún átta alsystkin, dóttir Magnúsar Guðmundssonar og fyrri konu hans Ingibjargar Benediksdóttur. Hún fór í fóstur til afa síns á Setbergi í Nesjum, Guðmundar Kolbeinssonar og síðar var hún tökubam hjá föðurbróður sínum á sama bæ. Á Setbergi var hún til 18 ára aldurs. 1860 fer hún til foreldra sinna að Fljótsbakka i Suðursveit, þaðan lá leiðin í vinnumennsku hjá vandalausum. Sumarið 1868 var hún vinnukona á Reyni- völlum í Suðursveit. þar var henni samtíða unglingspiltur, Einar Gíslason. Einar var 15 ára gamall, kominn vestan af Síðu, hafði verið þar á sveit, en var nú ráðinn vinnumaður á Reynivöllum. Nokkur bakfiskur virðist hafa verið í stráknum, a.m.k. ól Guðrún dreng 20. apríl 1869 og kenndi Einari hann. Drengurinn hlaut nafnið Guðmundur, hann varð ekki nema mánaðargamall, dó 24. mai. Einar þessi Gíslason dmkknaði 34. ára gamall við Hálsaós í Suðursveit. Hann giftist ekki en átti nokkur böm með tveimur öðrum konum en Guðrúnu. Meðal bama hans var Helgi Einarsson, sem kenndur var við Melrakkanes. Þrátt fyrir allt þykir mér líklegt að barnsfaðir Guðrúnar hafi verið einhver eldri en Einar, nærtækast er að líta til húsbónda þeirra, Eyjólfs hreppstjóra Runólfssonar á Reynivöllum en hann átti böm 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.