Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 171
„Orlög kringum sveima“
Séð yfir Tindafellsflóa í átt til Tindafells. Myndin er tekin skammt frá fundarstað beina og muna.
Ljósmyndari og eigandi myndar: Magnús Hjálmarsson.
,JLeitin var byrjuð að norðan og gengið
fyrst suður heiðina eins langt og líkindi þóttu
að með þyrfti. Eg var í leitinni látinn fara inn
vestan í Miðheiðarhálsi; sá ég yfir allbreitt
svœði, einkum vestur frá mér, þótt að engu
haldi kœmi. Nóttina eftir að ég kom úr leitinni,
vitraðist Guðrún mér í draumi og ávarpaði
mig þessum orðum; ,,Bezt sá ég þig,
Guðmundur af leitarmönnunum. “ Svo áhrifa-
mikil var vitranin á draumvitund mína, að ég
vaknaði og settist upp i rúminu. En þá var þar
ekkert að heyra né sjá, enda líka niðamyrkur í
herberginuT
Vestan á Miðheiðarhálsi, á þeim slóðum,
sem Guðmundur gekk í leitinni, var það, sem
fundust bein Guðrúnar.
Hér þykir mér rétt að gera þá athugasemd
að frá Miðheiðarhálsenda, sem er rétt
sunnan við Litla-Sandvatnið og út og
norður að fundarstað beina og muna
Guðrúnar, eru a.m.k 2 km líklega þó
lengra. Eðlilegt má telja að ýmislegt beri á
milli í rituðum heimildum ef skrásetjari
ritar upp eftir aðilum, sem ekki eru
nægilega kunnugir aðstæðum og sagnir
hafa máski gengið manna á milli.
Segja má að mikil dulúð sé bundin
þessari frásögn og draumnum.
Næst er hér gripið niður í frásögn sem
nefnist Stúlkan á heiðinni, sem birt var í 5.
hefti Múlaþings 1971 bls 162, eftir Jón
Bjömsson frá Hneftlsdal sem lengi var
bóndi á Skeggjastöðum á Jökuldal:
Þegar atburður sá gerðist er hér segir frá,
bjuggu á Skeggjastöðum í Jökuldalshreppi
móðurforeldrar mínir, Sigríður Jónsdóttir og
Jón Magnússon. Seinnipartinn þennan dag
brast á norðanstórhríð. Buldi veðrið á stóru
timburhúsi sem var norðast í bæjarþorpinu.
Frá timburhúsinu lágu löng göng inn til
baðstofu þar sem fólkið svaf. Þetta kvöld var
amma frammi í eldhúsi að ljúka störfum og
169