Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 173
„Örlög kringum sveima“
Sauðabanalœkur þar sem Guðrún varð úti. Ljósmyndari og eigandi myndar: Magnús Hjálmarsson.
fundust. Sauðabanalækur á upptök í halla-
litlum mýrum og flóum drjúgan spöl vestan
við suðurenda Tindafellsins og fellur til
Sandár. Þar sem Sauðabanalækur fellur út
(norður) rétt austan við upptök Grástráks-
lækjar, aðskilur 10-15 m. breitt malarhaft
lækina að. Vera má að á íyrri öldum hafi
þetta verið einn og sami lækurinn og þá
heitið Grásteinslækur, um það hefi ég ekki
heimildir. Annars eru strákaömefni til víðar,
svo sem Strákavað á Jökulsá á Dal, undan
bænum á Skeggjastöðum. Strákaömefni em
víða við ár, einkum á norðanverðu landinu
(Páll Pálsson).
Fyrir u.þ.b. 10-12 árum heyrði ég
ávæning af því að einhver þriðji aðili hefði
gengið frarn á beinin og munina. Spurði ég
ótalmargt fólk um þetta. Svo er það loks að
ég spyr Sölva Eiríksson í Egilsseli hins
sama: ,Já ég held nú það,“ sagði Sölvi, ,yl
góðri stund líklega um það leyti að þeir
Eiríkur og Kjartan fundu beinin, sagði
Þórarinn á Rangá mér að Hallgrímur
frœndi sinn hefði sagt þeim systkinum,
honum, Helgu og Hólmfríði að hann hefði
af tilviljun gengið fram á þennan stað. Var
Hallgrímur að smala þarna í heiðinni, þoka
var yfir og vissi Hallgrímur ekki fyrir víst
hvar hann var staddur. Villtist hann lítilega
um tíma og kom aftur á sama staðinn.
Sagðist Hallgrímur hafa átt fremur erfitt
með að slíta sig frá þessum fundi, þar til
hann gerði krossmark yfir staðinn, þá var
líkt og losnuðu jjötrar og hann áttaði sig á
hvar hann var staddur og kom sér í burtu. “
Þama gerðist einn þáttur dulúðar.
Líklegt er talið að þetta hafi átt sér stað
um miðjan áratuginn 1950-60. Hallgrímur
var dulur að eðlisfari og hafi þess vegna
ekki sagt frá þessum atburði fyrr en löngu
seinna. Hann var talinn sjá og skynja á
dulrænu sviði mun meira en flestir aðrir:
„Ilann var rammskyggnf sagði mér Indriði
Gíslason frá Skógargerði, en hann var einn
hinna mörgu sem ég spurði.
Hallgrímur var Þórarinsson, kenndur við
Skeggjastaði, en átti heima á Rangá í nær
50 ár.
171