Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 10
10
skoðaður og smá verslað. Nú lá leið okkar aðeins upp í sveitina.
Þar fórum við og heimsóttum vínbónda og þar var nú heldur en
ekki fjör, mikið sungið, spilað og dansað að ógleymdum kræsing-
um í mat og drykk. Nú var bara að halda heim á hótel aftur en á
leiðinni til baka var okkur boðið á bar í eigu Slóvena sem höfðu
búið í 15 ár á Íslandi, var þar tekið vel á móti okkur. Svo nú var
bara að koma sér heim á hótel og fara í kvöldmatinn.
Dagur 6.
Nú var frjáls dagur svo allir gátu gert bara það sem þeir vildu,
farið í sund, sólbað, eða bara farið út að labba og skoðað sig um í
þessum fallega bæ. Eftir kvöldmatinn fórum við flest út á lítinn
stað þar sem mikið var dansað og fengum við okkur smá snúning
við mikla ánægju.
Dagur 7.
Já, að venju voru Strandamenn mættir út í rútuna á réttum
tíma, því nú lá leið okkar í dropasteinshellana í Postojna. Farið
var í lest eitthvað um 6 km inn í fjallið, síðan var labbað svona
einn og hálfan km. Þetta var mjög gaman en ansi var dimmt þeg-
ar búið var að slökkva ljósin. Ekki vildi ég vera þarna ein á ferð en
sem betur fer skiluðu allir Strandamenn sér heilu og höldnu út
aftur.
Hann Manfred bílstjóri er svo stórsnjall að detta í hug að hafa
smá lautarferð með hópnum sínum. Hann fór og keypti nesti fyr-
ir okkur svo var bara stoppað uppi í sveit og við fengum að borða
úti í sveitasælunni, tókst það bara bærilega og höfðu allir mjög
gaman af því. Að lokum fórum við að skoða litla sveitakirkju í
bænum Hrastovlie sem var mjög fallega skreytt.
Dagur 8.
Enn á ný var farið í siglingu en nú sigldum við með fram strönd-
inni inn í Limskikanalfjörð og áfram til Rovinj. Þar er iðandi
mannlíf með útimörkuðum, kaffihúsum og veitingastöðum og
þar var gengið um og skoðað, fengið sér að borða og smá verslað.
Þaðan var svo haldið til Pula sem er ein mikilvægasta hafnarborg
Króatíu og þar má finna fornminjar allt frá tímum Rómverja um
alla borg og einnig mjög merkilegt hringleikahús. Arenan sem er