Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 16
16
„Jæja, nú finnur þú Tröllastakk, þegar við komum upp á Mið-
degisfjallið,“ sagði ég við ferðafélagann, sem nefnist Förunautur í
þessu verki, þar sem við kjöguðum fram Þrúðardalseyrarnar. För-
inni var heitið fram að Mókollshaugi og Bleikjuholti fremst
frammi á Mókollsdal. Þetta var í ágústmánuði 1978. Síðastliðinn
áratug hafði ég farið nokkrar pílagrímsferðir á þessar slóðir og
jafnan dregið með mér, meira eða minna nauðuga, fleiri eða
færri fáfróða einstaklinga um mikilfengleg náttúrufyrirbærin þar.
Að þessu sinni vorum við aðeins tveir saman, sem er í færra lagi í
slíkum krossferðum, en þeim mun einfaldari verður farar-
stjórnin. Við höfðum lagt bifreið okkar á Holtinu gegnt Þrúð-
ardalsbænum, hinum megin við ána. Bærinn hangir ennþá uppi
auður og kinnfiskasoginn.
Lengra verður ekki komist akandi í áttina að ákvörðunarstað
okkar, nema á dráttarvél Þórðar á Undralandi, sem auðveldlega
kemst á henni alla leið fram að Þverá, sem kemur úr Litladal. En
við höfum því miður ekki yfir því farartæki að ráða og verðum að
bjargast við tvo jafnfljóta í þetta sinn. Réttara væri líklega að tala
um fjóra misfljóta, því að mikið skortir á að við félagarnir séum
jafnhraðskreiðir báðir.
Óli E. Björnsson
Lúsajurt