Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 20
20
surtarbrands og steingervinga, sem margir jarðfræðingar erlendir
sem innlendir hafa rannsakað. Á blábrúninni þarna rétt fyrir
framan Hrútagilið er stóreflis hundaþúfa. Líklega er hundaþúfa
þó ekki réttnefni og kannski eru engar hundaþúfur til, þó að þær
séu kallaðar þessu nafni, fuglaþúfur væri kannski nær sanni?
Marga hef ég séð og heyrt halda því fram.
Nema þegar við komum í námunda við þúfu þessa, hægjum við
ferðina og förum að blása mæðinni. Æpir þá ekki Förunautur allt
í einu upp úr þurru: Þarna er hann, þarna er hann! baðandi út öll-
um öngum. Ha, hver? Spyr ég. Var búinn að steingleyma tilmæl-
um mínum, sjá fyrstu línu þessa pistils! Nú, þessi þarna í Aratungu,
segir hann alldrýgindalega. Þá skildi ég hvað um var að vera og
skellti mér á fjóra fætur. Jú, ekki var um að villast, þarna var hann
og fleiri en einn og fleiri en tveir.
Hér er komið í blindgötu og nauðsynlegt að staldra við og fara
tvo daga aftur í tímann. Svo er mál með vexti að í þessari ferð
eyddum við félagar nokkrum dögum norður á Ströndum, að-
allega til að kanna hvort til væru svo lág fjöll í sýslunni, að við
gætum hugsanlega klifið þau upp á eigin ábyrgð og án utanað-
komandi aðstoðar. Við vorum búnir að finna tvö áður en við
Þrúðardalur 1977, gamalt hús, ný mynd.