Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 24
24
Vínland
Vínland er lítil vínekra í bænum Cserzegtomaj undir suðurhlíð-
um Kesthely-hæðanna í grennd við vesturenda Balatonvatns í
Ungverjalandi, sem er stærsta stöðuvatn Evrópu vestan Rússlands.
Lóð vínekrunnar er tæpir 2000 fermetrar og er vínviður ræktaður
á um þriðjungi hennar, en á hinum hlutanum er fjöldi ávaxta-
trjáa, m.a. epli, perur, plómur, apríkósur, ferskjur, kirsuber, hnet-
ur o.fl. Eigendur vínekrunnar, Svavar og Marta, keyptu hana árið
2003 og hafa stundað þar vínrækt, víngerð og ávaxtarækt síðan.
Fyrri eigandi dr. Béres, prófessor við Landbúnaðarháskóla
Balatonsvæðisins „Georgikon“, en hann er elsti landbúnaðar-
háskóli Evrópu stofnaður 1797, gróðursetti vínvið og ávaxtatré á
lóðinni fyrir liðlega 20 árum.
Prófessor Béres kom þarna upp einskonar sýnireit fyrir vínrækt
og ávaxtarækt og byggði lítið hús á lóðinni um 32 m2 að grunn-
fleti með 40 m2 vínkjallara. Húsið er ofantil í landinu miðsvæðis
og hefur rósum og blómstrandi runnum verið plantað við suð-
urhlið og austurgafl þess. Áhugi prófessorsins var einkum fræði-
legs eðlis, enda sérfræðingur í fræðunum, jafnframt því var slík
ræktun talin æskileg búbót á kommúnistatímanum, jafnvel fyrir
prófessora, en á þeim dögum var fjölda lóða um 2000 m2 úthlutað
á svæðinu til heimamanna með kvöðum um leyfilega hámarks-
stærð byggingar og ræktun til heimilisbrúks.
Svavar Jónatansson
Íslensk vínrækt
og víngerð í
Vínlandi við
Balatonvatn í
Ungverjalandi