Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 37
37
Ólafur Grímur Björnsson
Minningar úr menntaskóla
og meira en það
Eymundur Magnússon er fæddur 21. maí 1913 á Hvítadal í
Saubæ. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon, bóndi
og smiður, ættaður úr Skagafirði og Húnavatnssýslu, og Anna
Eymundsdóttir, ljósmóðir, frá Bæ á Selströnd við Steingrímsfjörð.
Foreldrar Önnu voru Eymundur Guðbrandsson frá Syðri-Brekk-
um á Langanesi og Guðbjörg Torfadóttir, bónda og alþing-
ismanns, Einarssonar á Kleifum á Selströnd. Magnús og Anna
bjuggu fyrst í Bæ, en fluttu árið 1912 til Hvítadals. Árið 1919 sett-
ist fjölskyldan að á Hólmavík, og þar vann Magnús við smíðar.
Hann lézt 1931. Eymundur ólst upp á Hólmavík, næstyngstur 7
systkina, en þau voru Tryggvi, listmálari, Elínborg, afgreiðslu- og
saumakona, Sigrún, verzlunarstjóri, gift í Danmörku, Jón, bygg-
ingarfræðingur, Guðbjörg, átti Kristin Sigurvinsson í Ólafsdal, og
yngst var Aðalbjörg, sem lézt á barnsaldri.
Fimmtán ára gamall fór Eymundur til Reykjavíkur og settist í
Menntaskólann þar. Eftir 6 ára nám og kominn fast að stúdents-
prófi árið 1934 var hann rekinn úr skólanum vegna skrifa í Skóla-
blaðið um rektor skólans. Eymundur lauk því aldrei stúdentsprófi.
Í stað þess lærði hann prentmyndagerð í Moskvu og varð fyrsti
fulllærði prentmyndasmiðurinn á Íslandi. Hér eru þessir tímar
frá skólaárunum rifjaðir upp. – Annar nemandi, Áki Jakobsson,
neitaði að gera franskan stíl í kennslustund, og málið magnaðist
svo, að allsherjar verkfall varð í Menntaskólanum. Fjöldi nem-
enda átti í vændum að verða rekinn, en yfirkennurum og aðstand-
endanefnd tókst að leysa málið, og „lífsþráður nemenda var ekki
skorinn sundur.“ – Þriðji félaginn, Hallgrímur Hallgrímsson,
ákvað að ganga ekki í menntaskóla í Reykjavík, þrátt fyrir mjög