Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 40
40
reglan, rétt eins og þessum tveimur liðsveitum væri stillt upp
hvorri á móti annarri. Varnarlið verkalýðsins var stofnað eftir slag-
inn í Góðtemplarahúsinu, 7. júlí þetta ár, og nú við heimkomuna
átti hugur Hallgríms eftir að beinast að þessum samtökum.
Í Rauða fánanum, málgagni Sambands ungra kommúnista
(S.U.K.), birtist í ársbyrjun 1933 grein um heimsókn greinarhöf-
undar til æfingabúða Rauða hersins í Petrosavodsk í Sovét-Kar-
eliu.[5] Kunnugir telja, að Hallgrímur hafi skrifað þessa grein. Hún
er merkt höfundarbókstafnum H. Helgi Guðlaugsson segir, að
þegar þeir Hallgrímur voru í Moskvu, hafi verið skipulagðar skoð-
unarferðir. Hallgrímur fór út í sveit og skoðaði „dvalarheimili“,
hélt hann, en sjálfur fór Helgi suður og sá orkuver og samyrkjubú.[3]
Rauði herinn var 15 ára, þessi verkamanna- og bændaher, hertur í
borgara- og árásarstríðum eftir byltinguna 1917, þegar auðvalds-
herir flæddu yfir landið, staðráðnir í að brjóta niður öreigaríkið
strax í upphafi (menn úr fjandsamlegum stéttum, kúlakkar og
kapítalistar, fengu ekki inngöngu í herinn). Nú bjó Rauði herinn
sig undir að verja Sovétlýðveldin, föðurland verkalýðs allra landa,
gegn hernaðarárás auðvaldsins, sem var ægilegri en nokkru sinni
fyrr. Hið eina, sem gat hindrað þessa árás og tryggt algerlega
Landað fiski úr togara í Reykjavík (Kreppan og hernámsárin).