Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 42
42
Hafnarfirði hafði verið lokað
fyrir nýjum félagsmönnum
og jafnframt séð til þess, að
engir aðrir en félagsmenn
fengju þar vinnu. Kratafor-
ingjarnir í bænum stóðu fyr-
ir því. Í Hafnarfirði voru þeir
einráðir í verkalýðshreyfing-
unni. Á þennan hátt var
komið af stað baráttu innan
verkalýðsins á milli þeirra,
sem voru í félögunum og
sátu fyrir vinnunni, og hinna,
sem ekki komust í félögin og
voru útilokaðir frá því að
vinna – „frá því að lifa.“ Þetta
var áframhaldandi klofnings-
starfsemi kratabroddanna ís-
lenzku. Gegn þessu varð að samfylkja verkalýðnum, gegn burgeis-
astéttinni og þjónum hennar.
Hvers vegna var fasisminn nauðsynlegur fyrir burgeisana? –
spurði Hallgrímur í aprílhefti Rauða fánans 1933.[7] Og svar hans
er, að kreppa auðvaldsins knýr burgeisana til launalækkana og
annarra árása á verkalýðinn. Fólkið bregst við og verður róttæk-
ara, og yfirstéttinni finnst, að sér stafi bein hætta af því og grípur
til öflugri vopna til þess að berja það niður. Hún grípur til fas-
istaaðferða, sem er ódulbúið ofbeldi. Hér var þetta að gerast.
Verkamenn risu upp á móti árásum burgeisanna 7. júlí og 9. nóv-
ember 1932 í Reykjavík og í Akureyrardeilunni 14. marz 1933,
Nóvudeilunni. Gegn þessari róttæku baráttu var „hvíta liðinu“
komið á fót, og borgarastéttin myndaði með sér fasistaflokk í
Reykjavík, sem undirbjó verkamannamorð og dýrslegasta ofsókn-
aræði á móti öllum stéttarsamtökum og baráttu undirstéttanna,
alveg eins og samherjar þeirra, þýzku fasistaböðlarnir, voru að
gera. Af sömu orsökum börðust nú allir flokkar íslenzku fyrirstétt-
arinnar, Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, kratar og fasistar
fyrir stofnun ótakmarkaðrar ríkislögreglu til þess að berja niður
viðleitni okkar til að skapa einfaldasta réttinn til lífsins, baráttuna