Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 56
56
uglegast mótmælir breytingum þessum, er einmitt þessi „sosialist-
iski“ rektor. Hann gaf jafnvel nemendum í skyn, að ef þeir hjeldu
stíft fram kröfum sínum, gætu þeir átt á hættu að verða reknir úr
skóla. Á fundi, þar sem rætt var um brottrekstur Ásgeirs Magn-
ússonar, lýsti rektor fyllstu samúð sinni með Sig. Guðmundssyni
[skólameistara] og gjörðum hans gagnvart Ásgeiri. Dýrt hefur
hann keypt rektorsembættið að bregðast svo herfilega málstað
verkalýðsins.“[3]
„Já, í þessum anda skrifaði ég. Pálma var ekki skemmt, en lét
sér þá nægja að skamma ritstjórana, Áka og Sigurð, og krefjast
þess, að ábyrgðarmaður yrði að blaðinu. Á það er að vísu hand-
skrifað, ábm. Þorv. Þórarinsson.“[1,3]
Þorleifur H. Bjarnason var liberal maður, var á móti því að færa
skólann í gamla stílinn, gera hann aftur að lærða skóla, en Jón
6. bekkur A í M.R. 1933–1934.
Fremri röð, talið frá vinstri: Páll Ragnarsson, Páll Þorgeirsson, Dagný
Ellingsen, Unnur Jónsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Elín
Davíðsdóttir, Þorsteinn Sveinsson og Lárus Pálsson. Aftari röð: Kristján
Jóhannesson, Þórarinn Guðnason, Helgi Bergsson, Magnús Geirsson,
Kjartan Guðmundsson, Vagn E. Jónsson, Eymundur Magnússon og
Thor Hallgrímsson. – Ljósm. Loftur Guðmundsson.