Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 58
58
Einkennilegt hjá Jóni Ófeigssyni, yfirkennara í dönsku, að velja
þetta stílsefni, nokkurn veginn á sama tíma og verið var að banna
nemendum afskipti af stjórnmálum. Eftirfarandi bréf var sent
Menntaskólanum á Akureyri, og svipað bréf fékk Menntaskólinn
í Reykjavík:
„Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Reykjavík, 1. okt. 1930. Að gefnu tilefni
er þetta tekið fram viðvíkjandi tveim atriðum um stjórn og aga í skólum
landsins: Nemendur mega ekki hafa nokkur afskifti af stjórnmálum út á
við, hvorki í ræðu né riti, né taka þátt í deilum um hagsmunabaráttu fé-
laga eða stétta í landinu meðan þeir eru nemendur í skólanum. Nem-
endur mega aldrei ölvaðir vera og eigi má á þeim sjást, að þeir hafi áfeng-
is neytt. Brot gegn þessu fyrirmæli varðar missi allra hlunninda,
endurtekið brot burtvísun úr skóla, annaðhvort um skeið, eða að fullu og
öllu. Og þannig getur fyrsta broti gegn þessu fyrirmæli verið háttað, t. d.
ef það skerðir virðingu skólans, að vísa beri nemanda úr skóla þegar í
stað. (sign.) Jónas Jónsson. Gissur Bergsteinsson.“[6]
Bréfið taldist hafa reglugerðarígildi. Ásgeir Blöndal Magn-
ússon braut þetta reglugerðarákvæði, þegar hann birti í tímarit-
inu Rétti haustið 1930 greinina Hreyfing íslenzkrar öreigaæsku. Ekki
Pálmi Hannesson.Þorleifur H. Bjarnason.