Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 60
60
Það hófst allt saman þriðjudaginn 20. janúar 1931, kl. 1. e. h.,
þegar Páll Sveinsson, frönskukennari í MR, kom í tíma hjá 6. bekk
C.[7] Hann sá, að allur bekkurinn var mættur og lagði þá fyrirvara-
laust fram stílæfingu í tímanum. Eftir nánari fyrirmæli, um hvar
æfinguna væri að finna í kennslubókinni, tók allur bekkurinn til
við stílagerðina nema einn nemandi, Áki Jakobsson. Hann neit-
aði að skrifa franska stílinn með þessum orðum: „Við eigum ekki
að gera skriflegt í frönsku.“ „Megið þið það ekki?“ – spurði þá
kennarinn, og Áki svaraði: „Það er ekki tekið fram í reglugerð-
inni, og við ráðum því sjálfir.“ Leið svo kennslustundin, að nem-
endur skrifuðu stílinn, allir nema Áki, sem skilaði auðu blaði. Til-
kynnti kennarinn Áka þá, að hann fengi ekki að sitja í tímum hjá
sér, fyrr en rektor hefði skorið úr um það, hvor réði tilhögun
kennslu í kennslutímum, kennarinn eða nemandinn. Fór Páll
síðan niður á kennarastofu og hitti rektor þar og útskýrði fyrir
6. bekkur C í M.R. 1930–1931.
Fremri röð, talið frá vinstri: Ólafur Daníelsson, kennari, Hólmgrímur
Jósefsson, Kristbjörn Tryggvason, Áki Jakobsson, Kr. Guðmundur Guð-
mundsson og Gunnlaugur G. Björnsson. – Aftari röð: Baldur Jónsson,
Kjartan Þórðarson, Halldór H. Jónsson, Pétur Sigurðsson, Leifur Bjarna-
son og Ingólfur Þorsteinsson. – Ljósm. Ólafur Magnússon.