Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 62
62
sönnunar. Réttu þeir þá upp hönd Edvarð Árnason og Kr. Guð-
mundur Guðmundsson, en á móti voru Halldór Jónsson, Leifur
Bjarnason og Pétur Sigurðsson, en aðrir virðast hafa setið hjá.
Rektor mun hafa komið á óvart þessi andstaða, og ákvað hann nú
á staðnum, að þeir 3 nemendur, sem hefðu mótmælt, skyldu
burtu úr kennslustundum, unz úrskurður væri fallinn í máli
þeirra, og gengu Halldór, Leifur og Pétur út. En þá sagði Áki Jak-
obsson: „Þá er bezt, að við hinir förum út líka,“ og gengu svo allir
hinir nemendurnir út, og voru þeir tveir einir eftir í kennslustof-
unni, Páll Sveinsson, frönskukennari, og Pálmi Hannesson, rekt-
or.
Nemendur 6. bekkjar C héldu strax með sér fund uppi á vist og
sömdu eftirfarandi bréf til rektors, sem honum barst skömmu síð-
ar þennan sama dag:
„Bekkjarsamþykkt 6. bekkjar C: Enginn á móti samskonar stílagerð í
frönsku og þeim stíl, sem gerður var 20. þ. m. Gefum engin loforð við-
víkjandi bekkjarsamtökum, 26/1. ‚31.
Áki Jakobsson Hólmgrímur Jósefsson
Baldvin Jónsson Ingólfur Þorsteinsson
Eðvarð Árnason Kjartan Þórðarson
Guðm. Guðmundsson Kristbjörn Tryggvason
Gunnl. G. Björnsson Leifur Bjarnason
Halldór H. Jónsson Pjetur Sigurðsson
(öll nöfn sign)
„Bekkurinn lítur svo á, að honum sé vikið úr skóla, unz málið sé út-
kljáð.“[7]
Þessu bréfi svaraði Pálmi Hannesson samstundis:
„Sem svar við bréfi bekkjarins, dags. í dag, skal yður hér með tjáð, að það
álit bekkjarins, að honum hafi verið vikið úr skóla, unz mál hans sé út-
kljáð, er rangt og tilhæfulaust með öllu. Ég vísaði úr kennslustundum
þeim Halldóri Jónssyni, Leifi Bjarnason og Pétri Sigurðssyni, unz mál
þeirra væri útkljáð, en öðrum ekki. En hitt er á valdi nemandanna, hvort
þeir vilja gera mál þessara nemanda að sínu og þannig ganga í berhögg
við stjórn skólans. Mun og svo verða litið á um þá nemendur bekkjarins,
sem ekki mæta í kennslustundum í fyrramálið og ekki gefa gilda ástæðu
fyrir fjarvist sinni. Mál þetta verður tekið fyrir, og væntanlega afgreitt, á