Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 63
63
kennarafundi á morgun, svo og bréf bekkjarins, sem ritað er á þann hátt,
að mest er að skilja það sem úrslitakosti (ultimatum). Þetta er yður hér
með til vitundar gefið til frekari birtingar.“ Virðingarfylst. Hinum al-
menna menntaskóla í Reykjavík, 26. jan. 1931. Pálmi Hannesson (sign.).
Til umsjónarmannsins í VI. bekk C, Menntaskólanum.“[7]
Daginn eftir, 27. janúar, mætti aðeins einn nemandi til kennslu
í 6. bekk C, og töldust hinir þá allir hafa fyrirgert rétti sínum til
skólasetu. Um hádegisbil hafði rektor boðað til kennarafundar
um málið, en svo frestaðist fundurinn til kl. 3 síðdegis að beiðni
nemenda, á meðan beðið var eftir álitsgerð þeirra við bréfi rekt-
ors, sem áður var getið. Álitsgerðin er löng, 3½ síða, en niðurstöð-
urnar voru þessar:
„Með því sem að framan er sagt, höfum vjer tekið fram:
1) Oss finst það æði hjákátlegt, að bera tillögu upp fyrir bekk og svara
meiri hlutanum, sem fellir tillöguna, með því að víkja honum úr
skóla.
2) Að bekkurinn hefir sýnt það í verkum, að hann hefir ekki á móti
franskri stílagerð á sama grundvelli og áður er getið.
3) Að bekkurinn mun aldrei láta þröngva sjer til þess að hafa engin
samtök með sjer, þegar honum finst rjetti sínum hallað og þeirra
þurfa með.
4) Að hvorugt þeirra brjefa, sem bekkurinn hefir sent rektor og kenn-
arafundi, ber að líta á sem úrslitakosti (ultimatum), heldur sem ein-
dregið og óskorað álit bekkjarins í máli þessu. Virðingarfyllst. Und-
irskriftir allra nemenda bekkjarins nema Eðvarðs Árnasonar.“[7]
Á kennarafundinum síðdegis þennan dag, 27. janúar, var sam-
þykkt einu hljóði eftirfarandi tillaga, samin af Jóni Ófeigssyni, yf-
irkennara:
„Þar sem kennarafundur er þeirrar skoðunar, að í þessari deilu sje það
höfuðatriði, hver ráði kennslunni í skólanum, lýsir fundurinn yfir því, að
hann lítur svo á, að kennarar í samráði við stjórn skólans ráði einir allri
kennslutilhögun, hver í sinni grein, og komi því ekki til mála, að nem-
endur þessa bekkjar geti verið áfram í skólanum, nema því að eins að
þeir fallist á, að svo sje sem hjer er sagt um kennsluna, og telur fund-
urinn með öllu óheimilt að beita nokkrum bekkjarsamtökum í þessu
efni.“[7]